Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 97
FORLÖGIN KALLA
bræður Guðnýjar; höfðu þeir sagt honum að mig vantaði
kaupavinnu og höfðu þeir hælt mér mikið. Nú vissu þeir ekk-
ert hvernig ég var við heyskap. Hafði ég verið í formiðdags-
vinnu hjá foreldrum þeirra 1919- Var hann nú kominn til að
grennslast um hvort nokkuð semdist með okkur. Maður þessi
hét Jón og var Jóhannesson, var hann svarthærður og móeygð-
ur með pétursspor í höku, meðalmaður á hæð, vel vaxinn og
frekar unglegur, á að giska milli tvítugs og þrítugs. Um aldur
skeytti ég ekki, þar sem ég hugsaði að þetta væri bóndinn. Sá
sem með honum var leit út fyrir að vera aldraður.
Ég spurði hvar hann ætti heima; kvaðst hann eiga heima í
Húsey, og væri það ekki eyja eins og nafnið benti til. Engjar
væru þurrar og sléttar. Ég spurði hvort ég fengi að slá þegar
rigndi, kvað hann það í lagi ef ég kynni það. Játaði ég því. Svo
vildi ég fá fría aðra ferðina. Sagði hann að það væri líka í lagi,
hann hefði komið ríðandi suður að Hvanneyri og hefði auka-
hest. Hvort mér væri sama þótt ég riði í hnakk og játaði ég því.
Þá var það kaupið. Ég vildi fá 30 krónur á viku, en hann
vildi ekki borga meira en 28. Sagðist ég mundu hugsa mig um
til morguns. Þeir sem ég hafði áður rætt við vildu ekki borga
nema 25 krónur og hvoruga ferðina fría. Fannst mér það
margra króna virði að fá að fara ríðandi þvert yfir landið um
hágróandann. Jón sagðist fara 4. júlí með Suðurlandinu upp í
Borgarnes og þaðan með mótorbát upp að Hvanneyri. Nú var
2. júlí; sagðist ég vera með saumaskap fyrir kunningjakonu
mína og myndi ég reyna að koma því frá á morgun.
Maðurinn sem var með Jóni var Gísli Björnsson frá Skíða-
stöðum í Skagafirði, var hann sestur að í Reykjavík og stund-
aði húsabrask. Gísli var fyrrverandi stjúpi Pálma Hannessonar
rektors og systkina hans. Voru þau hjónin skilin, konan flutt
út á Sauðárkrók en Gísli til Reykjavíkur. Gísli var sonur fóst-
urmóður Jóns og hafði Jón gistingu hjá Gísla meðan hann
dvaldi í bænum. Fer ég nú heim að klára saumaskapinn.
Daginn eftir kemur Jón að grennslast um samningana. Fór
95