Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
í bátnum voru meðal annarra frú Svava Þórhallsdóttir hús-
freyja á Hvanneyri, stórfalleg kona; frú Þóra Vilhjálmsdóttir
frá Munkaþverá í Eyjafirði og Stefán maður hennar; Jónas
Kristjánsson, síðar mjólkurbússtjóri á Akureyri; Rósa, ung
stúlka frá Stokkahlöðum í sömu sveit, og Eyfirðingur er Arni
hét. Man ég ekki nöfn á fleirum. Var okkur öllum boðið heim
að Hvanneyri upp á mat og gistingu. Held ég að flestir hafi
þegið það; að minnsta kosti var stór hópur við borðið þegar
snætt var.
Halldór Vilhjálmsson var ekki heima, hafði orðið eftir í
borginni. Var það í sambandi við landbúnaðarsýninguna, er
var þá að enda, en hafði verið á sama tíma og konungskoman.
Fengum við ágæta gistingu og lax að borða með öðru góðu.
Morguninn eftir var lagt af stað norður, vorum við samferða
Eyfirðingunum. Hesturinn sem ég sat á var grár að lit, stór og
fallegur. Var nú máske að koma fram draumur sem mig
dreymdi oftar en einu sinni meðan ég var að alast upp heima á
Kjarlaksstöðum, að ég væri ríðandi á gráum hesti er sveif í
loftinu og kom alltaf niður á kirkjuturn. Þetta var viljugur
hestur, greip skeið annað slagið, og kunni ég strax vel við
hann.
Á leiðinni upp Borgarfjörðinn spyr Jón mig hvort ég vilji
ekki koma með þeim Þorsteini heim að Norðtungu og fá kaffi.
Áttu þeir heimboð þar, því seinni kona Runólfs í Norðtungu
var skagfirsk, frá Vatni f Lýtingsstaðahreppi. Neitaði ég því og
hélt áfram með Eyfirðingunum.
Þegar við komum að Norðurá, fóru allir af baki og gyrtu á
hestum sínum nema ég. Enginn bauðst til að gyrða á mínum
hesti. Lét ég það slarka, því ég var ekkert hrædd við að ríða ár.
Var það eitt af því sem ég hlakkaði til á leiðinni að fá að ríða
vatnsföll. Það voru engin stór vatnsföll þar sem ég ólst upp.
Kjarlaksstaðaá gat verið ill yfirferðar í vorleysingum, því hún
var grýtt í botninn og straumhörð, en stórá gat hún ekki talist.
Lögðum við svo í Norðurá, en hún var ekkert hættuleg, ekki
98