Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 103
FORLÖGIN KAT.T.A
Sagðist ég vera að fara í kaupvinnu norður í Skagafjörð. „Þú slepp-
ur ekki þaðan aftur. Skagfirðingar eru handfastir og sleppa
ekki því sem þeir ná tökum á.“ Hugsaði ég með mér að ég
myndi nú sjálfráð um það. Þessi maður var Konráð Vilhjálms-
son frá Hafralæk í Þingeyjarsýslu. Heyrði ég nöfn á ýmsum
fleiri þar, en hef gleymt þeim af því að þau voru ekki í neinu
sambandi við framtíðarspá. Jón og Þorsteinn voru að gá að
hestunum. Var nú gengið til borðs, og var ég eini kvenmaður-
inn í hópnum. Fengum við þar lax með öðru.
Líklega hafa Eyfírðingarnir farið fram hjá meðan við vorum
að borða. Eg heyrði sagt að margt af Þingeyingum væri gang-
andi og fannst mér það undarlegt. Eg spurði ekki og hafði
engan að spyrja, ég þekkti engan af þessum mönnum og var
feimin. Hugsaði ég með mér að þeir hefðu komið með skipi
suður. Þegar við höfðum snætt, lögðum við á Holtavörðuheiði.
Fannt mér ævintýralegt að vera allt í einu komin upp á þessa
frægu heiði, því eitt og annað hafði ég heyrt og lesið um hana.
Þegar við vorum komin norður af heiðinni, komum við að
Hrútatungu, sem er þar skammt fyrir norðan. Þar bjó eitt sinn
einn forfaðir minn, Björn, og síðar á Orrastöðum í Þingi. Pilt-
arnir keyptu þar kaffi handa okkur og volgar kleinur.
Afram var haldið að Melstað í Miðfirði, voru Eyfirðingarnir
þar fyrir og búnir að nátta sig. Eitthvað var þar fleira, svo ekki
fengum við gistingu. Við fórum á næsta bæ og var úthýst þar
líka. Riðum við svo yfir Miðfjarðará og að bæ er var þar
skammt frá. Er við kvöddum dyra, kom þar út kona á að giska
miðaldra, báðumst við gistingar og var það auðsótt. Kom í ljós
að þetta var húsfreyjan. Sagði hún að maður sinn væri fjarver-
andi í vegavinnu.
Fóru nú piltar með hrossin í haga, en ég gekk í bæinn með
húsfreyju. Kom ég þar inn í litla baðstofu. Lá þar gamall mað-
ur í rúmi, sennilega áttræður eða yfir það. Heilsaði ég gamla
manninum og fór að spjalla við hann. Eg hef aldrei verið feim-
in við gamalt fólk. Þegar gamli maðurinn var búinn að frétta
101