Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 104
SKAGFIRÐINGABÓK
hvaðan ég væri upprunnin, kom það í Ijós að við vorum skyld í
ættir fram. Gamli maðurinn var Jens Þórðarson íyrrverandi
póstur. Var Gunnar Þórðarson í Skoravík á Fellsströnd bróður-
sonur hans, og kannaðist ég við þetta því ég var uppalin á
Fellsströndinni, en Gunnar var hreppstjóri þar. Hafði Jens áður
um fyrri daga sína verið á Fellsströndinni. Kvaðst hann nú orð-
inn aflóga gamalmenni, ekki til neins nýtur. Dvaldi hann hér
hjá tveimur dætrum sínum og tengdasyni.
Þegar piltar komu í bæinn, fóru þeir að ræða við Jens. Var
síðan sest að borðum, fengum við þar lax eins og víðar. Eg var
látin sofa móti gamla manninum, systurnar sváfu líka í bað-
stofunni, en piltarnir í afhýsi út frá henni. Svaf ég nú vel um
nóttina, var allt þar með ró.
Við fórum snemma á fætur. Þegar piltar ætluðu að taka sín
hross, kom í ljós að það vantaði hálftaminn fola sem Þorsteinn
átti, hafði hann lagst í strok um nóttina. Varð það að ráði að
Þorsteinn riði á undan að svipast um hvort hann yrði ekki var
við folann. Var næturgreiði borgaður og þakkaður. Var nú
indælt veður og sást um allt. Sýndust mér jarðir þar mundu
stórar, því langt var milli bæja. Einhvers staðar fórum við fram
hjá bæ er hét í Gröf. Hafði verið ákveðið að koma þar við
í bakaslag, en hætt var við það af því Þorsteinn var ekki
með. Riðum við samt þar heim til að láta vita að þar yrði ekki
stansað. Kom þar út feit og bústin stúlka, líklega heimasæta,
og vildi drífa okkur inn, en það var afþakkað. Héldum við svo
áfram ferð okkar.
Rétt fyrir framan Skinnastaði náðum við Þorsteini, var hann
búinn að finna folann og hafa hestaskipti. Var folinn baldinn
en skánaði þegar fleiri bættust við. Þorsteinn sagðist vilja fara
heim að Skinnastöðum og kaupa kaffi, varð það úr. Þar hittum
við bara tvær konur, var önnur þeirra gömul og gráhærð en hin
miðaldra að sjá. Fannst mér þar sóðalegt, bréf og aska út um
gólf. Eldavélin var í baðstofunni. Gamla konan fór strax að
spyrja mig eftir gamalli konu sem hún hafði þekkt og mundi
102