Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 106
SKAGFIRÐINGABÓK
þekjunni. Var glugginn fljótlega opnaður og leit þar út maður.
Tóku þeir Jón tal saman. Sagði bæjarbúi að þar lægi flest fólk í
flensu, en gisting væri velkomin ef við gætum gert okkur það
að góðu. Aftók ég strax að gista þar, vildi ekki byrja kaupa-
vinnuna með flensu. Albert sagði að á næsta bæ væri aldrei
hýstur maður, og á bænum sem næstur væri fjallinu væri svo
mikil fátækt að fólk gæti ekki hýst neinn. En þriðji bær frá
Neðstabæ héti Skúfur, og þar skyldum við reyna að fá gist-
ingu. Þakkaði Jón góðar upplýsingar. Riðum við svo áfram og
vorum heldur vondauf. Alltaf rigndi og sá ekki í fjallið fyrir
þoku.
Er við komum að Skúfi hittum við telpukrakka sem vakti
yfir túninu. Sagði hún að fólkið væri sofnað; það myndi engan
hýsa því að þar væri svo feitt barn að ef þáð fengi flensuna,
mundi það deyja. Var nú telpan send í bæinn að fala gistingu,
kom hún fljótt aftur með þau boð að gisting fengist ekki.
Sendi Jón hana aftur með þau boð að hann óskaði eftir að ræða
við bónda. Leið nú góð stund uns bóndi birtist í dyrunum. Var
þetta frekar ungur maður. Tóku þeir Jón nú tal með sér. Sagði
Jón honum allar ástæður, að þeir væru ókunnir leiðum á fjall-
inu, við værum öll gegndrepa og væri hættulegt að leggja
svona illa undirbúin á fjallið. Ræddu þeir þetta dálitla stund,
sagði Jón að við værum öll frísk og ekki um neina flensu að
ræða. Bóndinn, er hét Eggert, sagðist ætla að skreppa inn. Fer
hann síðan inn, og leið löng stund uns hann kemur aftur og
segist munu reyna að hýsa okkur. Fara nú piltar með hrossin í
haga, en bóndi býður mér inn í bæinn. Er hann kemur innst í
göngin, opnar hann hurð og býður mér að ganga inn. Kom ég
þar inn í tveggja stafgólfa baðstofu og voru hurðir á báðum
stöfnum. Stendur þar kona á miðju gólfi, var þetta mynd-
arkvenmaður, frekar ung en nokkuð hörð á brún, sjáanlega
reið. Er ég hafði heilsað, réttir hún út aðra hönd, bendir innar
á gólfið og segir: „Þú getur farið úr þarna.“ Fór ég að tína af
104