Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 107
FORLÖGIN KALLA
mér fötin standandi á miðju gólfi og setti þau á gólfið, því
ekkert var til að leggja þau á. Hafði ég hraðar hendur, því ekki
langaði mig til að standa þarna á miðju gólfi á undirfötunum
einum er piltar kæmu inn. Þóttist ég heppin að sleppa frá
þeirri sýningarathöfn. Opnar svo konan dyr í suðurenda bað-
stofunnar og bendir mér á rúm sem einhver var sjáanlega ný-
stiginn upp úr og segir: „Þarna getur þú sofið.“ Þakkaði ég
fyrir og skreiddist upp í rúmið, var það glóðvolgt. Það kom
sér vel því undirfötin voru blaut. Annað rúm var þar hinum
megin við borð er stóð við gluggann. Komið var með kalda
mjólk og súrt slátur. Piltum var sagt að hátta í hitt rúmið,
sváfum við svo af nóttina.
Um morguninn var uppi betri kantur húsfreyjunnar, var hún
nú ræðin og vildi fá fréttir af konungskomunni. Svo spurði
hún mikið um listakonuna Gunnfríði jjónsdóttur}, skildist mér
að þær væru systur. Eg held að telpan sem vakti yfir túninu
hafi verið Halldóra Eggertsdóttir, sem mikið hefur komið við
fræðslu húsmæðra á seinni árum, en ég er samt ekki viss. Þar
var lax á borðum eins og víðar. Fóru piltar svo að huga að
hrossum sínum. Þegar þeir komu að kveðja, segja þeir þær
fréttir að foli Þorsteins lægi dauður í haganum. Samdi Þor-
steinn við Eggert um að fá fláningu á folann og sölu á húðinni,
og gekk það vel. Var síðan gisting greidd og þökkuð.
Héldum við síðan sem leið liggur til fjalla, sáum við til Ey-
firðinganna neðan dalinn. Veður var þurrt og gott og lá nú vel
á fólki. Þegar á fjallið kom, var þokan svo dimm að ekki sá út
úr augunum. Vorum við alltaf að týna götuslóðunum þegar við
fórum yfir klappir og þar sem ekki markaði spor eftir hóf. En
áfram var haldið og vorum við annað slagið á réttum troðning-
um. Einhvers staðar á fjallinu komum við að djúpu og glæfra-
legu gili; þá vorum við búin að týna veginum sem oftar, en yfir
sluppum við slysalaust. Ekki athugaði ég hvort Rósa þurfti
meðreiðarsvein þar.
105