Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 110
SKAGFIRÐINGABÓK
Meðan ég sat þarna í brekkunni, kom einn móskurðarmað-
urinn frá vinnu sinni og gekk þarna rétt hjá mér. Fór hann
að spyrja mig á hvaða ferð ég væri og sagði ég satt frá því.
Fór hann að skýra fyrir mér útsýnið og lagði ég margt af
því á minnið. Kom það síðar fram í kvæði mínu: Nú er ég
komin norður. Eg frétti síðar að þessi maður héti Kristján
Sveinsson.
Fór ég síðan að hypja mig heim á hótelið því áliðið var orðið.
Þar var lax á borðum, var þetta 5. dagur ferðarinnar og var ég
búin að fá nóg af laxinum. Eg gisti svo á hótelinu um nóttina.
Um morguninn var líka lax á borðum. Lögðum við Þorsteinn
svo á stað fram í fjörðinn, voru um 28 kílómetrar fram að Hús-
ey. Var sólskin og gott veður. Riðum við fram á tvo menn á
leiðinni, Hannes frá Daufá í Lýtingsstaðahreppi og Sigurð
Skagfield söngvara frá Brautarholti í Seyluhreppi. Hafði hann
orð á því að það mundu bætast aurar við Jón, er faðir hans dæi;
virtist mér að Sigurður hugsaði ekki um annað en peninga!
Héldum við svo áfram uns við komum að Húseyjarkvísl, var
hún í vexti en ekki mjög mikil. Fannst mér hálfgert snuð að
hafa ekki fengið að ríða neinar stórár á leiðinni. Er við komum
heim á Húseyjarhlað, sá ég að bærinn var opinn; var stúlka að
enda við að þvo ganginn út úr dyrum. Þetta var eldri kona, var
hún mjög fátæklega búin, bara á skyrtunni, sem var frekar
gamaldags, og gömlu pilsi mjög snjáðu. Eg ólst nú upp í sveit
og hafði þó aldrei séð svona fátæklegan búning. Datt mér síst í
hug að þetta væri húsfreyjan.
Við heilsuðum og Þorsteinn skilaði boðunum frá Jóni. Segir
þá konan: „Ætli það sé ekki best að þú komir inn.“ Gengum
við svo í bæinn. Mér leist strax vel á baðstofuna; hún var björt
og rúmgóð, hólfuð í þrennt. Þegar við erum sest, segir Þor-
steinn: „Það er mikið betra fyrir þig að koma með mér, þú get-
ur fengið nóg af sætu skyri og rjóma, og svo er ég líka yngri en
Jón.“ Eg sagðist ekki hugsa um aldur húsbænda minna og
ekki gera mér grillur út af mat. Þorsteinn reri ekki aftur á þau
108