Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 118
SKAGFIRÐINGABÓK
engir áverkar sáust á líkinu og heldur engin torkennileg spor í
sandinum, þótti líklegra að eitthvað yfirnáttúrulegt hefði verið
að verki. Töldu menn þeir er helst þekktu til Sölva og uppruna
hans þá skýringu líklegri að þarna hefði Þorgeirsboli verið að
verki því það orð lék á að hann fylgdi ættmennum Sölva og
ylli þeim ýmislegrar bölvunar.
Jóhann hét maður Þorgeirsson, fæddur árið 1820 að Stóru-
Brekku í Fljótum. Jóhann bjó að Keldum í Sléttuhlíð ásamt
konu sinni Lilju Sölvadóttur, f. 1819- Jóhann var kominn af
Galdra-Þorgeiri, þeim er sagður er hafa vakið upp Þorgeirs-
bola og átti boli að fylgja Jóhanni og afkomendum hans. Var
Jóhann talinn með merkari mönnum í sinni sveit en bilaðist á
geðsmunum á síðasta æviári og var Þorgeirsbola kennt um.
Um ævilok Jóhanns segir í Annál 19. aldar að skömmu eftir
áramótin 1874 hafi hann fengið þá ímyndun að hvalur væri
fastur í hafísnum, sem þá var orðinn landfastur fram undan bæn-
um. Fór hann til sjávar að vitja hvalsins en þrír menn veittu
honum eftirför og náðu honum úti á ísnum en fengu ekki snú-
ið honum til baka fyrr en þeir gátu talið hann á að fara fyrst og
tilkynna hreppstjóra um hvalinn. Tók hann þá hest og reið á
fund hreppstjóra en kom heim samdægurs og segir ekkert af
erindi hans. Næsta morgun þreif hann göngustaf sinn og tók
aftur á rás til sjávar að vitja um hvalinn, sem að sjálfsögðu var
hans eiginn hugarburður. Maður af næsta bæ veitti honum eft-
irför, en þegar út á ísinn kom treysti maðurinn sér ekki lengra
því hann var staflaus en Jóhann hentist áfram, jaka af jaka og
stökk stundum yfirnáttúrulega langt, 8 álnir að sögn, en féll
að lokum niður milli jaka og drukknaði. Maðurinn er á þetta
horfði fór þegar til bæjar og sagði tíðindin. Lík Jóhanns var
slætt upp og jarðsett að Felli. Var aldurtili Jóhanns kenndur
Þorgeirsbola og sumir töldu jafnvel að boli hafi brugðið sér í
hvalslíki úti á ísnum til að ginna Jóhann til sín. Lilja, kona Jó-
hanns, var áfram á Keldum allt til 1894, ýmist búandi eða í
116