Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 119
SÖLVI MÁLARI
húsmennsku. Hún lést að Arnarstöðum í Sléttuhlíð 1901. í
Skagfirskum ceviskrám segir að Lilja hafi verið þrekmikil bú-
sýslukona. Var hún hluthafi í Verslunarfélagi Grafaróss og
jafnan skuldlaus. Hafði og sjávarúthöld.
Jóhann og Lilja eignuðust mörg börn, en aðeins tvær dætur
komust upp: Valgerður, f. 13. eða 14. júní 1844 á Heiði, og
Guðleif Rósa, f. 8. maí 1851 á Heiði. Guðleif Rósa giftist ekki
en var bústýra hjá Þorsteini Hjálmssyni bónda í Brekku í Víði-
mýrarplássi og síðar hjá systursyni sínum Jóni Tómasi Þor-
steinssyni á Keldum. Var hún sögð veil á geðsmunum síðustu
æviár sín og ævilok hennar urðu þau að hún varð úti í stórhríð
í maímánuði 1905 og fannst lík hennar aldrei. Var Þorgeirs-
bola kennt um.
Valgerður, dóttir Jóhanns og Lilju, giftist Þorsteini Jónssyni
f. 10. apríl 1831 í Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjuggu þau
á Þverá og Klóni í Hrolleifsdal og víðar. Þorsteinn lést 27. maí
1879 í Svínavallakoti, en Valgerður dó 4. júní 1889, þá ekkja í
Stafni í Deildardal. Valgerður og Þorsteinn eignuðust átta
börn. Þau voru:
Jón Tómas, f. 6. ágúst 1864 á Keldum, d. 3. febrúar 1917 á
sama stað, bóndi á Keldum. Kvæntur Önnu Margréti Bjarna-
dóttur frá Mannskaðahóli; hún lést 22. apríl 1896 á Fjalli.
Varð þá bústýra hjá honum móðursystir hans, áðurnefnd, Guð-
leif Rósa Jóhannsdóttir.
Jóhanna Lilja, f. 29- maí 1868. Fluttist til Vesturheims.*
Hólmfríður Margrét, f. 9- september 1869 á Klóni, d. 31.
* Jóhanna Lilja var vinnukona í Glaumbæ 1890 og átti barn með Halldóri Jak-
obssyni prestssyni í Glaumbæ. Var það Ingibjörg, fædd 29. janúar 1893, gift
Sveini Bjarnasyni b. á Heykollsstöðum í Hróarstungu. Halldór átti aðra dóttur
með Ólöfú Jónsdóttur vinnukonu á Álfgeirsvöllum 1890. Var það Kristín, f.
8. maí 1889, gift Jóni Sigfússyni b. í Hallfreðarstaðahjáleigu í Hróarstungu.
(Sjá Skagfirskar œviskrár 1890-1910, 1, bls. 128. Þar er Halldór sagður hafa
drukknað ókvæntur). Upplýsingar Guðmundar Sigurðar Jóhannssonar ætt-
fræðings á Sauðárkróki.
117