Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 120
SKAGFIRÐINGABÓK
desember 1949 á Hofsósi, kona Stefáns Jóhannessonar útvegs-
bónda í Bæ á Höfðaströnd.
Ingibjörg Kristín, tvíburasystir Hólmfríðar, d. 30. október 1869
8 vikna tökubarn í Gröf á Höfðaströnd.
Guðleif Kristín, f. 16. nóvember 1871 á Klóni, fyrri kona
Hjálmars Þorlákssonar b. á Þorljótsstöðum í Vesturdal, þau
skildu. Guðleif lést 31. janúar 1958 hjá Steinunni dóttur sinni
á Reykhólum á Barðaströnd.
Sölvi, sem hér verður fjallað um, f. 17. maí 1873 á Klóni, d.
2. október 1905 á Dalvík.
Valgerður, tvíburasystir hans, d. 3. ágúst 1876, þá tökubarn
á Krákustöðum í Hrollleifsdal.
Erlendur, f. 14. nóvember 1878 í Svínavallakoti, d. 29- nóv-
ember sama ár á sama stað.
Sölvi var skráður til heimilis hjá ömmu sinni á Keldum fram
yfir 1890. Hann var fermdur af séra Pálma Þóroddssyni í Felli
vorið 1887, þá sagður hreppsbarn. Gaf prestur honum góðan
vitnisburð, ágætt í lestri, kristnum fræðum og hegðun, dável í
skrift og vel í reikningi.
Fyrst eftir fermingu var hann á Keldum hjá ömmu sinni en
síðan vinnumaður á Höfða á Höfðaströnd 1894—95, á Ysta-
Mói í Flókadal 1895—96 og á Fjalli í Sléttuhlíð 1896—97.
Hann fluttist til Akureyrar 1899 og var, samkvæmt manntali
1901, sagður kominn frá Hrauni í Fellssókn. Hóf hann smíða-
nám hjá Bjarna Einarssyni timburmeistara. Um sama leyti réð-
ist annar piltur þangað til smíðanáms, Jónas Stefánsson,
kenndur við Kotá við Akureyri. Skyldu þeir vera rúmnautar
Sölvi og hann. Fljótlega kom f ljós að Sölvi var drykkfelldur í
meira lagi og hefur eflaust verið orðinn það áður en hann kom
til Akureyrar. Taldi hann, að sögn Jónasar, að öl væri ekki böl
og breytti í samræmi við það. Þótti rekkjunauti hans sitt hlut-
skipti illt, enda var hann alla sína ævi mjög andvígur öllum
drykkjuskap og óreglu.
118