Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 121
SÖLVI MÁLARI
Að sögn Jónasar var Sölvi þó hvorki fyrirferðarmikill í sínum
drykkjuskap né illur við vín en hann ældi og sóðaði allt út í
kringum sig á drykkjutúrum sínum og svo fylgdi með hvim-
leitt röfl og drykkjuraus. Vinnufélagar þeirra aftóku með öllu
að leysa Jónas undan þessari kvöð að deila rúmi með Sölva og
dæmdist hann því til að hafa Sölva sem rekkjunaut þann tíma
sem hann var í námi hjá Bjarna, sem ekki var langur, því eftir
sex mánuði lét Bjarni Sölva hætta námi, taldi að hann myndi
aldrei verða svo fullkominn í iðninni að hann gæti unnið sem
fullgildur smiður. Eflaust hafa fleiri ástæður verið fyrir því að
Bjarni lét Sölva fara. Bjarni var strangur góðtemplari og reglu-
samur og hefur drykkjuskapur Sölva því ekki fallið honum vel
í geð.
Einar Jónsson málarameistari frá Fossi í Mýrdal bjó og starf-
aði á Akureyri á þessum árum. Sölvi réðist nú til náms í húsa-
málun hjá Einari og starfaði hjá honum næstu missiri, en varla
það langan tíma að hann hafi náð að ljúka námi.
Fyrrverandi vinnu- og rekkjufélagi Sölva, Jónas Stefánsson
segir svo frá: „Nokkrum sinnum sá ég Sölva á þessum tíma og
alltaf var hægt að sjá það á skónum hans hvaða lit hann hafði
verið að mála þann daginn. Ef málningarsletta kom á skóna
hans, þurrkaði hann hana ekki af, heldur málaði alla skóna.“
Þótt Bjarni Einarsson hafi ekki talið Sölva efni í trésmið sem
væri fær um að vinna sjálfstætt að iðn sinni, þá virðist flest
benda til að hann hafi fljótlega orðið liðtækur málari og jafnvel
talinn snjall í faginu, þegar litið er fram hjá óreglu hans. Árið
1903 var byggð ný kirkja að Upsum á Upsaströnd, en kirkjan
þar hafði fokið í ofsaroki í september árið 1900, „kirkjurokinu"
svonefnda, en þá fuku bæði Urða- og Upsakirkja og brotnuðu í
spón. Var Sölvi ráðinn sumarið 1903 til að mála nýju kirkjuna
að utan og innan, og vann hann að því verki fram á haust, en
kirkjan var vígð 8. nóvember það ár. I vísitasíubók prófasts,
séra Jónasar Jónassonar á Hrafnagili, frá árinu 1905, sem
prentuð er í Sögu Dalvíkur 3, bls. 130—131, má sjá að málning-
119