Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 122
SKAGFIRÐINGABÓK
arverkið á kirkjunni hefur verið mikil vinna og vönduð. Þar
segir svo: „Að utan er kirkjan öll máluð hvít með gulum list-
um kringum glugga, hurð, meðfram þakskeggi og í turni. Að
innan er hún máluð bleikrauð á veggjum, hvelfxngin dökkblá,
en listinn á milli hvelfingar og veggjar er hvítur með dökkum
máluðum rósum. Sömuleiðis umgerðirnar í kringum gluggana
og loftið að neðan. Bekkir allir í kirkjunni eru eikarmálaðir.
Lespúltið, skírnarborðið og handrið öll eru hnotumáluð og alt-
ari hnotumálað með valbirkimáluðum spjöldum. Hurðirnar
eru eikarmálaðar. Pílárarnir í loftinu eru gulir, en í kringum
altarið og milli kórs og kirkju gullbronsaðir. I staðinn fyrir alt-
aristöflu stendur á altarinu yndisfögur eftirsteypa af hinni
nafnfrægu Kristsmynd Thorvaldsens..., 38 þuml. há og breið-
ir blessandi hendur sínar yfir söfnuðinn. Á bak við hana er
blámálaður grunnur með laglegri bronsaðri umgjörð í kring.“
Af þessari lýsingu má ráða að Sölvi hefur oft mátt taka rösk-
lega til hendinni við verkið til að geta lokið því fyrir vígslu-
daginn, og ekki mátt eyða miklum tíma ril drykkjutúra, en að
sögn mun hann hafa haft þann háttinn á að vera meira eða
minna drukkinn við vinnu sína, að minnsta kosti síðustu æviár
sín.
Sölvi mun hafa flutt sig til út á Upsaströnd sumarið sem
hann vann við kirkjuna, því hann er ekki á manntali á Akur-
eyri haustið 1903, en var skráður innkominn í'Upsasókn 1904,
fyrstur manna það árið, talinn til heimilis í Hólkoti, þurrabúð
sem mun hafa verið byggð upp úr gamalli sjóbúð frá Hóli á
Upsaströnd. Húsbændur þar voru Jósep Vigfússon og Anna
Sigríður Jónsdóttir og var Sölvi hjá þeim til heimilis það sem
hann átti ólifað.
Á árunum 1902—1903 byggði Þorsteinn Jónsson kaupmaður
á Dalvík sér íbúðarhús með sölubúð og nefndi Baldurshaga, en
jafnan var það kallað Þorsteinshús í daglegu tali. Mikið var
vandað til smíði hússins að efni og vinnu og hallarbragur á, að
þeirrar tíðar mælikvarða, segir í Sögu Dalvíkur 1, bls. 323-324.
120