Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 123
SÖLVI MÁLARI
Svo mikið var við haft í stássstofunni í Baldurshaga, að málað
var litskrúðugt rósaverk í hornin, innan á loftið og niður á
veggina og tengt saman með skrautmáluðum rósabekk á
veggjunum upp við loftlistana. Vann Sölvi Þorsteinsson þetta
verk eftir að hann hafði lokið málningarvinnunni í Upsa-
kirkju.
Engar sögur fara af dvöl Sölva á Upsaströndinni eftir að hann
lauk verkinu við Baldurshaga, en eins og fyrr er sagt þá var
hann heimilismaður í Hólkoti til æviloka, en tæpast hefur
hann þó getað dregið fram lífið á iðn sinni.
Á árunum fyrir aldamótin höfðu verið byggðar nokkrar
þurrabúðir á Böggvisstaðasandi, og Dalvík var að myndast sem
sjávarþorp. Varla hafa þó þurrabúðarmennirnir á Sandinum
haft efni á að láta lærðan málara skreyta baðstofukytruna hjá
sér með rósabekkjum og flúri, en Sölvi hafði einnig stundað
smíðanám eins og fyrr er getið, svo ekki er ólíklegt að hann
hafi haft einhverja vinnu við smíðar eða aðra lausavinnu þann
stutta tíma sem hann átti ólifaðan.
Þann 11. nóvember 1905 birtust í blaðinu Gjallarhorni á Ak-
ureyri eftirfarandi minningarorð um Sölva, ásamt ljóði. Voru
þau skrif kveikjan að þessum þætti:
Sölvi Þorsteinsson málari.
Sölvi sál(ugi) var þægðar maður og vildi engum mein
gera, en ekki mikill fyrir sér og hneigður til áfengis um
of, svo það kom ekki sjaldan fyrir að gárungarnir hentu
gaman að honum. Fann hann að hann beið jafnaði lægri
hlut í þessháttar skiftum og dró sig þá einn út úr hópn-
um, því ættingja átti hann enga hér nærlendis, er héldu
hlífðarskildi yfir honum. Dauða hans bar þannig að, að
kvöldi dags 3- október s.l. var hann úti á Böggversstaða-
sandi, ölvaður til muna, ráfaði hann frá mönnum þeim
sem hann var með og gátu þeir ekki fundið hann aftur í
121