Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 125
Dæmum hann ekki sem dáinn er hér
í svipuðum forlögum flækst getum vér.
SÖLVI MÁLARI
Þá árdagssól skín í indælli kyrrð
er aftansól margoft í stormskýjun byrgð.
Undir þessum minningarorðum stendur nafn Jónasar Stefáns-
sonar, fyrrum rekkjunautar Sölva, og bendir það til þess að
þrátt fyrir þann ama sem Jónas hafði af honum sem rúmfélaga,
þá hefur honum verið hlýtt til hans og haft samúð með þessum
breyska einstæðingi.
Eins og getið var í upphafi þessa þáttar var sagt að Þorgeirs-
boli hafi fylgt Jóhanni afa Sölva og afkomendum hans, og var
bola kennt um ævilok Jóhanns og einnig Guðleifar Rósu, dótt-
ur hans sem úti varð. Hér mætti því segja sem svo að Þorgeirs-
boli hafi enn vegið í sama knérunn. Eins og þjóðtrúin áleit að
Boli hafi í hvalslíki orðið Jóhanni Þorgeirssyni að aldurtila
mætti einnig segja að Þorgeirsboli hafi fylgt Sölva í gervi
brennivínsins og hann háð sína hinstu glímu við Bola eina
kalda haustnótt á Böggvisstaðasandi.
Heimildir:
Gjallarhom 38. tbl. 11. nóv. 1905.
Kristmundur Bjarnason: Saga Dalvíkur 1, bls. 323—324, og 3, bls. 130—131.
Ak. 1978 og 1984.
Ólafur Davíðsson: (slenskarþjóösögur 2, bls. 386—387. Ak. 1945.
Pétur Guðmundsson: Annáll nítjándu aldar 4, bls. 127—128. Ak. 1942—1954.
Skagftrskar œviskrár 1850-1890, 1, bls. 114, og 5, bls. 382-383.
Skr. 1981 og 1988.
Skagfirskar œviskrár 1890-1910, 1, bls. 128. Skr. 1964.
Prestsþjónustubækur og manntöl Fellssóknar í Sléttuhlíð, Upsasóknar og
Akureyrarprestakalls.
Júlíus Kristjánsson forstjóri á Dalvík, sonur Kristjáns Eldjárns Jónssonar
í Nýjabæ.
123