Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 127
GOÐDÆLA
HUGLEIÐINGAR UM FORNBYGGÐ í VESTURDAL
eftir KRISTMUND BJARNASON
1. Inngangur
Fornar MINJAR eftir mannshöndina vekja áhuga okkar. Það er
hugurinn, sem hendinni stjórnar, og við spyrjum, hver hafi
verið að verki og hvers vegna. Oftar en hitt verður fátt um full-
nægjandi svör.
Þótt ýmsar Islendinga sögur kunni að vera skáldskapur, má
margt af þeim læra um lífshætti fyrr á tíð og einstaka atburði,
því að jafnvel skáldskapurinn á sér sögulegar rætur. A þessum
blöðum verður skrafað tun fjallabyggð, sem í fyrndinni kvað
hafa verið í fremsta hluta Vesturdals. Þetta viðfangsefni hefur
lengi þótt forvitnilegt, eigi sízt sökum munnmæla um, að
klaustur hafi staðið þar frammi í fjallasalnum, Hraunþúfu-
klaustur, svo sem 20 km frá Hofsjökli. Hvað sem því líður,
getur mannvirkjaleifa allar götur fram í dalbotn að heita má.
Skráðar heimildir eru mest óveruleg munnmæli og fjöldinn
allur af ömefnum, sem höfða til búsetu. Tættur, sem getur að
líta hér og þar, gætu borið vitni um blómlega byggð frá fyrstu
öld búsetu í landinu. Ur því fæst þó ekki skorið nema með
vísindalegum fornleifarannsóknum, dugi þær til. Að vísu hefur
lítið eitt verið unnið að þeim í fremsta hluta Vesturdals, og
þykja þær rannsóknir benda til lengri eða skemmri mann-
vistar.1 Þeirri spurningu virðist þó enn ósvarað, hvort um fasta
búsetu hafi verið að ræða og hve mörg býlin hafi verið, hvenær
byggð og hversu lengi nytjuð og hvers vegna framdalurinn fór
í eyði.
125