Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 131
GOÐDÆLA
Þar eð Eiríkur var sveitarhöfðingi, er ótrúlegt, að hann hafi
gert sér bólstað á byggðarenda. Ritaðar heimildir fornar geta
ekki um byggð fyrir framan Hof að vestanverðu í dalnum.
Hins vegar benda vallgrónar tættur tii mannvistar mörgum
bæjarleiðum framar, eins og áður er drepið á. Aldrei virðist
hafa verið rannsakað til hlítar, hvað réð mestu um val land-
námsmanna, síðar goðorðsmanna, er þeir völdu sér bæjarstæði.
Lausleg athugun, sem höfundur gerði um bólsetu norðanlands,
bendir til þess, að helztu landnámsmenn hafi að öðru jöfnu
búið sem næst miðsvæðis í landnáminu. Þeir settu skjólstæð-
inga sína, síðar þingmenn, niður í kringum sig. Fá dæmi
munu þess, að landnámsmaður veldi sér bústað í jaðri land-
náms með öræfi eða opið haf á aðra hönd.
Eiríkur á Hofi gaf Kráku-Hreiðari „tunguna alla niðr frá
Skálamýri ...““ Nú er ekki vitað, hvar þetta örnefni var. Hér
verða því gerðir skórnir, að Skálamýri hafi verið á þeim slóðum,
þar sem síðar var land Sveinsstaða, sem er yzti bær í Goðdala-
sókn (Goðdalaprestakalli) austan Svartár, síðan tekur Mælifells-
sókn við með Lýtingsstaðatorfo. Eftir trúarskiptin höfðu goð-
orðsmenn tíðum prestsstörf á hendi og var svo lengi, enda
munu völd þeirra hafa verið lík og áður. Það er ekki fýrr en
með bréfi Eiríks erkibiskups í Niðarósi um 1190, að bann er
lagt við vígslu goðorðsmanna nema að uppfylltum vissum skil-
yrðum.12
Afkomendur Hofshjóna, Eiríks og Þuríðar, voru einu nafni
nefndir Goðdælir (Guðdælir). Því ættarheiti bregður aðeins
þrívegis fyrir í fornritum: í Landnámabók13 og tvívegis í Ljós-
vetninga sögu.14 Þó virðist mikil saga búa að baki þess.
Börn þeirra Hofshjóna eru nafngreind hér að framan. Þau eru
allvíða nefnd til sögu, en lítið sem ekkert frá þeim greint, helzt
getið vegna venzla, ættartengsla, og gjarnan á sonu þeirra
minnzt sem nafnkunnustu menn, án þess að skýra það nánar.
Það er eins og ritarar hafx talið sögu þeirra svo þekkta, að ekki
þyrfti vitnanna við.
9 Skagfirðingabók
129