Skagfirðingabók - 01.01.2004, Qupperneq 132
SKAGFIRÐINGABÓK
Af Hróaldi er engin saga. Þorkell Eiríksson kemur óvíða við
mál. Kona hans var Þórunn Ásbjarnardóttir. Við henni átti
hann Þorbjörn, Hafur hinn auðga, Svanlaugu og Þuríði. Þor-
björn Þorkelsson kemur lítt við sögur. Þó hefur hann verið
meiri háttar og haft mannaforráð. Hann gat sér orð á alþingi
ári fyrir kristnitöku, er frændi hans, Gissur hvíti, deildi við
heiðna menn ásamt tengdasyni sínum, Hjalta Skeggjasyni, er
orti níð um goðin, og átti að dæma hann sekan um goðgá.
Sagan segir, að vinsældir Hjalta hafi verið svo miklar, að eigi
varð „haldið dóminum", fyrr en hann var settur á Öxarárbrú og
brúarsporðar varðir. Þá fékkst enginn til að reifa málið, fyrr en
Þorbjörn Þorkelsson „ór Goðdölum" lét til leiðast og settist í
dóminn.15
Hér kann Þorbjofn að hafa leikið tveim skjöldum, unnið
bæði kristnum mönnum og heiðnum, til að fírra vandræðum.
Hann var virðingamaður og hefur trúlega rækt frændsemi við
Gissur hinn hvíta, og kippt í kyn til afa síns-, verið hygginn
friðsemdarmaður.16
Hafur Þorkelsson, sem kallaður var hinn auðgi, var og
kenndur við Goðdali („ór Goðdölum"). Hann var fyrir Skag-
firðingum. Svo segir í Njálssögu, er Ásgrímur Elliða-Grímsson
og félagar fóru í liðsbón til búðar Hafurs á Þingvöllum: „Þaðan
fóru þeir til búðar Skagfirðinga. Þá búð átti Hafr hinn auðgi.“
Þeir Ásgrímur fóru þaðan bónleiðir. Það var þá, að Hafur
spurði, hver væri sá illilegi, „sem genginn sé út ór sjávar-
hömrum." Skarphéðinn Njálsson svaraði:
Hirð þú ekki þat, mjólki þinn, hverr ek em, því ek mun
þora fram at ganga, er þú sitr fyrir, ok mynda ek
allóhræddur, þó at slíkir sveinar væri á götu minni. Er
þér ok skyldara að sækja Svanlaugu, systur þína, er Eydís
járnsaxa ok þau Steðjakollr tóku í braut ór híbýlum
þínum, ok þorðir þú ekki at at hafa.17
130