Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 133
GOÐDÆLA
Hér var sveigt að Hafri og vandséð, við hvað er átt. Sagan að
baki þessum svigurmælum er gleymd.
í Þorvalds þætti víðförla er saga sögð af Ingimundi Hafurs-
syni. Er hún með ærnum helgisögublæ og ótrúverðug. Sveinn-
inn Ingimundur, fimm vetra gamall, er látinn fá sauðamann á
Reykjaströnd, þar sem hann er í fóstri, til að flytja sig með
leynd á fund Atla hins ramma, er bjó í Laxárdal, undir
Eilífsfelli (Eilífsfjalli)18, til þess að láta skírast af Friðreki
biskupi, sem þótti mikið um: „Sveinn þessi er sonr göfugs
manns ok þó heiðins, en sveinninn beiðir skírnar útan ráð ok
vitorð föður síns ok fóstra ,..“19, sagði biskup og kvað viðbúið,
að báðum mislíkaði. Óljóst er, hvað býr að baki þessari sögn,
hvort hún er uppspuni frá rótum eða lumar á einhverjum sann-
leiksneista. Ef til vill er hér tæpt á atburðum úr Kristni sögu,
er dregið hafa dilk á eftir sér.
Gunnhildur Eiríksdóttir frá Hofi í Goðdölum varð kona
Véfröðar Ævarssonar á Móbergi, sem fyrr er frá greint. Þau áttu
að minnsta kosti þrjá syni. Hér verður aðeins Húnröður nafn-
greindur. Sonur hans var Már. Hann var með víðförlustu
Islendingum, gerðist Væringi og dvaldist alllengi við hirðina í
Miklagarði, „var þar ágætr sveitahöfðingi."20 Honum mun hafa
græðzt fé á ferðum sínum. Már var faðir Hafliða (um 1056-
1130) goðorðsmanns á Breiðabólstað í Vesturhópi, þess er
lagaskrána reit, sem við hann er kennd, og í deilunum stóð við
Þorgils Oddason á Staðarhóli.21 Afkomendur Húnröðar nefnd-
ust Húnröðlingar og voru ásamt Ásbirningum voldugasta ætt
norðanlands.22
Þorgeir Eiríksson er nefndur í Landnámu, þar sem talin eru
upp börn Hofshjóna, og í Vopnfirðingasögu, þar sem getið er
eiginmanna Rannveigar dóttur hans, og loks er Þorgeirs
minnzt sem föður Rannveigar á Hofi í Njálu.23 Síðan ekki sög-
una meir. Oftast er Goðdala-Starra (Hólmgöngu-Starra) getið.
Þó verður lesandi litlu nær um feril hans. Á hann er minnzt í
Landnámu24, og einnig í Bolla þætti Bollasonar. Þar segir frá
131