Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 134
SKAGFIRÐINGABÓK
því, að Starri tekur, hálfnauðugur, við stertimenninu Þórólfi í
Þúfum fyrir sakir vináttu við Hjaltasonu að Hofi, taldi þó að
lítil hamingja mundi fylgja. „Starri átti jarðhús í Guðdölum,
því at jafnan váru með honum skógarmenn. Átti hann ok
nökkut sökótt." Þótti fjendum Þórólfs ekki „svá hægiligt, at
seilask til sæmðar í hendr þeim Norðlendingum; fréttist mér
ok svá til sem maðrinn muni þar niðr kominn, at ekki muni
hægt eptir at leita.“25
I Grettis sögu er þess getið, að Starri hafi átt son, Eirík, sem
bjó á Hofi, virðingamann mikinn.261 Ölkofra þætti greinir frá
því, er Starri sótti yxn, sem stolið var frá Katli bróður hans.27
Kristni saga hermir, að „þeir Starri bræður í Goðdölum“ væru í
flokki þeirra sem töldust „stærstir höfðingjar á landinu .. ,“28
I Vatnsdælu er vikið að því, að Ulfheðinn Véfröðarson að
Móbergi í Langadal væri vildarvinur Hólmgöngu-Starra og
dæmi nefnt því til áréttingar. Þess er hins vegar látið ógetið, að
Starri var móðurbróðir hans29, samkvæmt því, sem ritað er í
Landnámabók.30 Höfundi Vatnsdælu virðist ókunnugt um það.
Um Hellismanna sögu eftir Gísla Konráðsson þarf ekki að
fjölyrða, en þar kemur Goðdala-Starri mjög við sögu.31 Helztu
heimildir höfundar voru Landnáma, örnefni og munnmæli,
sbr. Hellismanna sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.32
Af framangreindu er ljóst, að Goðdælir komu talsvert við
þjóðarsöguna beint og óbeint og tengdust ýmsum forustu-
mönnum á fyrstu öldunum eftir kristnitöku. Ríki þeirra í
Goðdölum varð þó skammært, en Húnröðlingar bættu það
upp og ýmsir frændur þeirra aðrir.
Það er athyglivert, hve afkomendur Eiríks og Þuríðar á Hofi
dreifðust fljótt og víða. Rannveig Þorgeirsdóttir úr Goðdölum
gerði garðinn frægan á Hofi í Vopnafirði. Gunnhildur dóttir
þeirra varð mikil ættmóðir. Þuríður Þorkelsdóttir úr Goðdöl-
um átti orðamanninn Hafur, son landnámsmannsins Þórðar,
sem var fyrir Fljótamönnum. Um Svanlaugu hefur þegar verið
fjallað. Ekki mun mega telja hana konu Tjörva Þorgeirssonar
132