Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 135
GOÐDÆLA
goða, þótt svo sé til orða tekið í Ljósvetninga sögu, þar sem
vikið er að málum Tjörva:
„En hálfum mánuði fyrir þing reið Tjörvi í Goðdali, fyrir því
at hann var mægður við Hafr, ok reið nú til þings.“33 Hann
hefur farið þjóðleiðina um Hofsafrétt á Kjöl. Ekki veit sá er
þetta ritar, hvernig mægðum þeirra félaga var háttað, en
auðsætt er, að góð vinátta hefur fylgt venzlum. Sonur Tjörva
Þorgeirssonar frá Ljósavatni var Þorkell lögsögumaður.34
Gunnhildur var ættmóðir Húnröðlinga. Merkar ættir tengd-
ust Hofshjónum, Eiríki og Þuríði. Þar koma við sögu Hauk-
dælir, Oddaverjar, Sturlungar og Svínfellingar.
Goðdæli fysti að vita, hvað leyndist handan fjallsins. Eiríkur
á Hofi sendi þræl sinn Rönguð suður á fjöll í landaleitan:
Hann kom suðr til Blöndukvísla ok fór þá upp með
þeiri, er fellr fyrir vestan Hvinverjadal ok vestr á hraunit
milli Reykjavalla ok Kjalar ok kom þar á manns spor ok
skilði, at þau lágu sunnan at. ... Þaðan fór hann aptr, ok
gaf Eiríkr honum frelsi fyrir ferð sína, ok þaðan af
tókusk ferðir um fjallit milli Sunnlendinga fjórðungs ok
Norðlendinga.35
Eiríkur var fyrsti ferðamálafrömuður íslendinga. Stytzta leið
byggða milli var þá upp úr Vesturdal, um Hofsafrétt í Hvera-
velli og þaðan um Kjalhraun. Ef Rönguður hefði riðið léttan
frá Reykjavöllum (Hveravöllum) suður að Hvítárvatni, hefði
hann trúlega hitt að máli hjón, sem bjuggu þar í goðorði
Ketilbjarnar hins gamla og Helgu Þórðardóttur. En hvað sem
því líður, má gera sér í hugarlund, að Eiríkur á Hofi hafi farið
Kjöl, er hann fastnaði sér Þuríði Þórðardóttur á Mosfelli í
Grímsnesi, ef sá ráðahagur hefur ekki verið ákveðinn í Noregi.
Svo er að sjá sem þjóðleið úr Skagafirði til Suðurlands hafi
um aldir legið um Hofsafrétt (á Eyfirðingaveg?) suður á Kjöl,
einkum þó að vetrarlagi. Því má skjóta að, að einhvers staðar á
133