Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 138
SKAGFIRÐINGABÓK
eftir landnám, en endingin -staðir í nafninu bendir þó ekki til
þess, að um landnámsjörð sé að ræða. Nöfnin Þorljótur og Þor-
ljót eru nauða sjaldgæf. Þorljótarnafn báru aðeins þrjár konur á
landnámsöld, að því er séð verður: Þorljót húsfreyja að Keldu-
gnúpi á Síðu44, Þorljót frá Sleitustöðum í Kolbeinsdal45 og
nafna hennar, húsfreyja í Kristnesi.46 Síðan ekki söguna meir.
Þorljótsnafn bera fjórir nafngreindir menn á landnáms- og
söguöld: Þorljótur Hrútsson frá Kambsnesi, Herjólfssonar47,
Þorljótur Gjallandafóstri að Svínavatni48, Þorljótur Þorbjarnar-
son á Veggjum49 og Þorljótur bóndi í Svarfaðardal.50 Auk þessa
bregður Þorljótsnafni fyrir í Guðmundar sögu Arasonar: Þor-
ljótur bóndi á Helgastöðum í Þingeyjarþingi er nefndur þar til
sögu, og sami maður kemur líka við Sturlunga sögu51; Þorljót-
ur frá Bretalæk (Brekkulæk) í Miðfirði og nafni hans frá
Steinþórsstöðum í Reykholtsdal.52 Fjögurra manna með Þor-
ljótsnafni er og getið í bréfum um og laust eftir 1300.53 —
Þorljótargerði hét í Axarfirði.54 Þorljótsstaða er getið sem eyði-
býlis í Suður-Múlasýslu á 18. öld.55
Fleira styður það, að Þorljótsstaðir hafi byggzt eigi síðar en
undir lok landnámsaldar. Árið 1869 fannst fyrir norðan Þor-
ljótsstaðabæ stór nál úr bronsi, „sívöl að ofan, en nokkuð flöt
að framan, 43/4þuml. á lengd: á endanum er orms- eða dreka-
höfuð með eyrum, sem fitjar upp á trýnið, og hefir hring í
kjaptinum, sem er Vjþuml. þvert yfir. Það er nú varla efunar-
mál, að þessi hlutur er frá voru elzta tímabili ... “56, ritar
Sigurður málari Guðmundsson. Á sama stað og í sama skipti
fannst þarna líka lítill silfurskjöldur ásamt „sex höfuðskeljum
af mönnum, en engum öðrum mannabeinum. Þar hafði fallið
skriða efst ofan úr fjallsbrún, sem um leið myndaði nýtt jarð-
fall, og fundust þessir hlutir ofan á skriðunni"57, heldur
Sigurður áfram og bætir við:
Hvernig á þessum höfuðskelja-fjölda stendur, sem fund-
ust hér einsamlar án allra annarra mannabeina, er valt að
136