Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 139
GOÐDÆLA
geta, en þó má gjöra sér það skiljanlegt. Eins og kunn-
ugt er liggja forn íslenzk dys opt frá norðri til suðurs,
eða frá landnorðri til útsuðurs. Hafi hér verið forn graf-
reitur frá austri til vesturs, og höfuðin hafi snúið í suður
eða norður, þá er mjög eðlilegt, að skriðan, sem féll frá
austri til vesturs, hafi einúngis tekið með sér höfuð-
skeljarnar af dysjunum, en skilið allt hitt eptir.58
En sagan um Þorljótsstaðadys er ekki hálfsögð. í nóvember
1928 svarar Hjálmar Þorláksson, bóndi í Fremri-Villingadal í
Eyjafirði, bréfi, er hinn kunni fræðimaður Margeir Jónsson á
Ögmundarstöðum sendi honum sumarið áður með fyrirspurn.
Hjálmar bjó á Þorljótsstöðum 1898—1907, var síðan í hús-
mennsku þar um sinn.59 Hann ritar svo:
Þá er fyrst um dysina, sem þjer nefnið. Það er skakt.
Perlurnar fann jeg hjá uppblásnum hrossbeinum utan og
ofan við svonefnda Djúpulág, sem er um 15 mínútna
gang utan við Þorljótsstaði og ekki yfir 200 faðma ofan
við veginn. Þar var eitthvað búið að finnast áður, að því
sem Hannes sál. móðurbróðir minn sagði mjer. Beina-
rusl mun vísa til þessa staðar enn, og moldarbakkinn
sjálfsagt blásinn meir nú.60
Kristján Eldjárn segir Hjálmar hafa fundið þarna „kringlótta
nælu af þekktri víkingaaldargerð og glerperlur tvær, sem sverja
sig til sama tíma. Nælan og önnur perlan komu loks til Þjóð-
minjasafnsins eftir krókaleiðum 1948. Það vor var Þormóður
Sveinsson frá Akureyri í kynnisför inni í Vesturdal og kom þá
enn á kumlateiginn og fann nokkur mannabein. Samsumars fór
ég þangað með Þormóði.“61
Þormóður Sveinsson ólst upp í Dölum, varð ungur smali á
Þorljótsstöðum, hneigðist til fræðiiðkana og þótti gjörhugull
menningarmaður. Þeir félagar gengu á kumlateiginn og fundu
137