Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 141
GOÐDÆLA
dölum voru þó reyndar lengi einna mestir virðingamenn í
Skagafirði.
Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru 56 km frá Sauð-
árkróki í Goðdali, en frá Goðdölum í Gilji, sem nú er fremsti
bærinn, reynast 11 km. Talið er, að milli Gilja og Þorljótsstaða
séu um 7 km.
Fjarlægð frá sjó virðist ekki hafa skipt sköpum um búsetu
áður fyrr. Eins og drepið var á hér að framan, bjuggu ýmsir
efna- og nefndarbændur í Skagafjarðardölum á 19- og framan
af 20. öld, menn, sem sinntu margs konar trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína og héraðið í heild.64 Sumum tókst líka að safna
auði umfram flesta sýslunga sína og létu ekki fara leynt, er þeir
komu á mannamót! Má þar nefna Jón Höskuldsson (d. 1831) á
Merkigili. Hann átti stundum yfir 1000 fjár á fjalli. Sonur
hans Jóhann Höskuldur, bóndi á sama bæ, mun þó vart hafa
verið eins sauðmargur, en í tölu fjárríkustu manna.
Líklega hefur land farið að spillast að ráði x framdalnum,
þegar líða tók á þjóðveldistímann, en þá hafa naumast verið
nema eitt eða tvö býli fyrir framan byggð, eins og hún var til
skamms tíma. Þegar byggð lagðist af í framhluta dalsins, hófst
upprekstur þangað. Aður hefur þurft að reka fram fyrir fremstu
byggðarmörk, fram af botni Vesturdals. Fyrsta sel Goðdæla
kann að hafa verið Hofsdalssel á Hofsdal vestur. Síðar hefur það
verið flutt fram í Vesturdal. - Um byggðar- og afréttarmál
verður frekar fjallað síðar.
IV. Staðhœttir og landkostir ifremsta hluta Vesturdals
Munnmæli herma, að Vesturdalur hafi fyrr á tíð verið byggður
fram í botn, en þaðan eru um 20 km x loftlínu suður að
Hofsjökli. Þá á landið líka að hafa verið skógi vaxið og betur
ært en í annan tíma. Landkostir voru á landnámstíð aðrir og
betri en síðar varð. Góðæri virðist þó ekki hafa þurft til þess, að
139