Skagfirðingabók - 01.01.2004, Qupperneq 142
SKAGFIRÐINGABÓK
menn treystust til að reisa sér bú á fjöllum uppi. Það eru
léttvæg rök, að fjarlægð frá sjó og hæð yfir sjávarmáli afsanni
það, að byggð hafi getað þróazt sæmilega á Hofsafrétt, 350-
420 m yfir sjó. Bent skal á dæmi öræfabyggðar upp frá Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslum á síðari tímum:
Maður hét Sigurður Gíslason, auknefndur trölli. Um hann
orti Stephan G. Stephansson kvæðabálk, er hann mat umfram
önnur kvæði sín.65 Sigurður trölli fékk yfirvaldsleyfi 1823 til
að reisa bú á fjöllum fram af Laxárdal í Skagafirði, á mörkum
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna. Þar heita Fannlaugarstaðir,
einnig nefndir Fannlagastaðir og Fannstaðir, og allt réttnefni.
Þar er torfæri mikið á vetrardag. Þarna bjó Sigurður til dauða-
dags, 1851, með fjölskyldu og efnaðist allvel.66
Gilhagasel heitir upp af Gilhaga x Lýtingsstaðahreppi, ofan
við byggð. Kotið var um 400 m yfir sjó. Þarna var búið frá
1825 til 1921.67
I Víðidal á Staðarfjöllum munu hafa verið allmörg býli að
fornu, þótt flest um þá byggð sé óráðin gáta.68 Síðasta býlið í
þeim fjallasal fór í eyði 1898, en Hryggir á Staðarfjöllum árið
1913, er Hjörtur Benediktsson, síðast safnvörður í Glaumbæ,
hvarf þaðan.69
Að lokum skal þess minnst, að Björn Eysteinsson, síðar stór-
bóndi í Grímstungu, byggði blásnauður fjölskyldumaður ný-
býlið Réttarhól frammi á Auðkúluheiði, víðs fjarri byggð; bjó
þar harðindaárin 1886—1890, þegar sýslungar hans flýðu vest-
ur um haf - og komst í álnir! Hann bjargaðist mest á veiði-
skap.70
Giljadalur heitir suðaustur frá bænum Giljum í Vesturdal,
langt fram á öræfi. Þar suður og austur liggja Giljamýrar, gras-
lendi mikið og gott til slægna. Milli Giljadals og Vesturdals er
Giljamúli, sem teygir sig suðaustur frá Giljabæ. Um hann er
gangnamannaleið upp í Hofsafrétt.
Runa — fullu nafni Vesturdalsruna eða Þorljótsstaðaruna — er
lyng- og grasivaxin fjallshlíð, sem liggur suður og upp frá
140