Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 144
SKAGFIRÐINGABÓK
Fjöllin kringum Klaustur mynda djúpa dalkvos eða
hvamm, og er það framhald Vesturdals. Kvosin er um
1—1.5 km á lengd og um V3 km á breidd, þar sem breið-
ast er. Norðan við kvosina þrengist dalurinn. ... Þó að
Hofsá renni um dalinn, kallast dalurinn Vesturdalur,
lengst inn á afrétt, fram íyrir Klaustur. Aftur á móti
breytir áin um nafn snertispöl norðan við áðurnefnda
dalkvos eða dalverpi og kallast Runukvísl. Fjallshlíðin
austan árinnar, á móti Klaustri, heitir Runa, og nær hún
alllangt norður með ánni. Skammt fyrir neðan dalverpið
er foss í ánni, Runufoss, og er hann einna fríðastur þeirra
fossa, sem kostur er að sjá í Skagafjarðarsýslu. ...Vestan
við Runukvísl eru kallaðar Lambatungur — að Lambá,
lítilli ársprænu, sem fellur í Hofsá. Hellishlíð kallast
fellið vestan við Klausturrústirnar, og jafnvel af sumum
fyrr var Klaustur talið standa fremst í Lambatungum. ...
Lágur múli lokar fyrir dalverpið að sunnan og kallast
Hraunþúfugilsmúli eða Hraunþúfumúli. Austan við hann
rennur Runukvísl, en vestan við múlann er ægilegt
gljúfragil með háum hamraflugum og grjóturðum neðan
við klettana; nefnist það Hraunþúfugil, og eftir því lið-
ast Hraunþúfuá, sem orðið getur ófær og tryllingsleg í
leysingum. ... Hæsti kletturinn norðan við gilið heitir
Holofernishöfði, en í syðri gilbarminum er þverhníptur
og hár stapi, sem sumir kalla Hraunþúfu, en aðrir
Hraunþúfustapa eða -höfða, og það hygg ég, að sé rétt-
ara. ... Er klettahryggurinn fram á stapann skelþunnur á
einum stað og gínandi hengiflug til beggja hliða. ...
Suður frá Hraunþúfugilinu er hraunið gróðurlaust, með
óteljandi stórgrýtishólum og melum á milli, svo langt
sem augað eygir. Áður umgetinn múli er grösugur að
norðan upp í hraunbrún... .”
142