Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 146
. SKAGFIRÐINGABÓK
Prestur getur þess ekki sökum ókunnugleika, að uppi á
Hofsafrétt var og er eitt af frægustu grasasvæðum á Norður-
landi78, sérstaklega þó rómað grasaland við Orravatnarústir, og
austar á afréttinni er gnótt skæðagrasa. Höfundi er kunnugt
um það. Þar var hann „á grasafjalli" 2—3 sólarhringa sumarið
1933, enda þótt hann væri ekki við tínslu. Þá grasaði þar einn
maður á klyfjahest.
Trúlega hafa fjallagrös lítt verið nýtt á landnámsöld og ekki
fyrr en harðna tók á dalnum. Til þessa bendir, að engin bein
ákvæði eru í Grágás um berjalestur eða grasatínslu. Það er fyrst
með lögbók Magnúsar lagabætis 1281 — Jónsbók — að ákvæði
um þetta voru sett í lög: „Engi maðr skal lesa ber á annars
manns jörðu, né grös til heim at bera, utan sá lofi er á. En ef
hann les, tvígildi ber og svá grös.“79
Að vísu bregður fyrir grasatöku í Islendinga sögum. I Fljóts-
dæla sögu segir, að Olviður Oddsson byggi „ferð sína upp í
Fljótsdalsherað til grasa, allt fram at jöklum ,..“80 Sagan er svo
ung í afskriftum, að óvíst er, hversu marktæk er.81 Fjallagrös
voru höfð til matar í Noregi á fyrri tíð82, en óljóst er, hvort svo
hefur verið um og fyrir 900. Þau komu í staðinn fyrir mjöl,
sem jafnan var selt við geipiverði. I Skagafirði mun hafa verið
lítil kornyrkja á þjóðveldisöld.
Síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hefur m.a. þetta að
segja um fjallagrös: „Þat er marglega reynt, at hálft fæði at
vöxtom af þessum grösum, með miólk vel tilbúid, hefir halldid
við heilsu, hreysti og hamsi manna, lengr og betr enn flestr
annar matr.“83
Þótt Goðdælir hafi ekki haft fjallagrös sér til matar, var af
mikilli heimafenginni matvöru að taka, meðan í ári lét, eins og
brátt verður vikið að.
Efstu skógamörk eru um 500 m yfir sjó. „En líklegt má telja,
að mikill hluti landsins neðan 650 m hæðarlínu hafi verið
algróinn að heita má, svæði eins og Kjölur og Möðrudalsöræfi,
og sums staðar hafi samfelldur gróður teygt sig nokkru hærra,
144