Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 147
GOÐDÆLA
einkum um norðausturhluta landsins...“, ritar Sigurður Þórar-
insson og bætir við:
Af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á svoköll-
uðum flám eða rústamýrum á hálendinu síðustu 5
áratugina eða svo, má ráða, að á fyrstu öldum Islands-
byggðar hafi lítið verið um slíkar mýrar, og myndun
rústa, þ.e.a.s. stórra þúfna með ískjarna, ekki byrjað að
ráði fyrr en undir lok þjóðveldistímans. Sama er að segja
um þá stóru frostsprungureiti, sem nú er víða að fmna í
þurrlendisjarðvegi og í jarðvegsgrunni á hálendinu.84
Austurdalur og Vesturdalur hafa verið mjög skógi vaxnir að
fornu,-trúlega fram í innstu botna. Má enn greina merki þessa,
þótt víðast séu óveruleg á ytra borði. I Jarðabók Árna og Páls er
vikið að skógarleifum. Þar segir um Hof: „Rifhrís til eldiviðar
bjarglegt og so til kolgjörðar."85 Hrís var bezti eldsmatur og
beitarbjörg nautum og sauðum, þegar kaffenni var og ekki
náðist til jarðar. Á hávöðum braut af kvistinum, um leið og
bærði vind. Um Þorljótsstaði er ritað í Jarðabók: „Skógur hefur
hjer verið og er nú gjöreyddur." Síðar bætt við: „Rifhrís til
eldiviðar og kola nægilegt.“86 Svo vikið sé austur fyrir Hlíðar-
fjall, þá segir um Ábæ: „Skógur sem verið hefur er eyddur ..."
og síðar bætt við: „Rifhrís þrotið að kalla.“87 Nýibær: „Skóg
hefur jörðin átt, og er hann nú mjög eyddur, þó eru leifar til
kolagjörðar og brúka það stólsins landsetar.“88
Minnzt er á eyðibýlið Fögruhlíð fyrir framan Nýjabæ, en þar
var „túnstæði alt í hrjóstur komið ... Annars eru hjer hagar
merkilega góðir sumar og vetur."89
I Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skóg-
ur að því er ætla má nýlega þrotinn á 13 jörðum 1709, þegar
jarðalýsingarnar eru skráðar, en reynist enn til nokkurra nytja á
19 býlum, þar af á sex eða sjö jörðum í Fljótum. Annars er
10 Skagfirðingabók
145