Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 150
SKAGFIRÐINGABÓK
lyngrif og hrísrif „til eldiviðarstyrks“ víða til marks um forna
skóga eða á 128 jörðum í héraðinu.90
Biskupsstóllinn á Hólum átti allar jarðir í Austurdal um
1700, svo og Nýjabæjarafrétt.91 Öllum landsetum stólsins í
dalnum leyfðist að yrkja Nýjabæjarskóg. Skógur er þá mjög
eyddur í öllum Skagafjarðardölum, en meira mun þó gert úr en
ástæða var til. I Fögruhlíð, eyðibýli fyrir framan Nýjabæ, voru
allnokkrar skógarleifar, svo og þar sem Sperðill heitir, þrætu-
partur í hinu forna Selsvallalandi vestan Jökulsár eystri, sel-
stöðulandi frá Bjarnastaðahlíð á dögum Guðbrands biskups.92
Á jarðabréfum má sjá, að skógur hefur verið til mun meiri
nytja um og eftir 1500 en hann varð tveim öldum síðar.
Oddur biskup Einarsson var Austfirðingur, en gagnkunn-
ugur á Norðurlandi, útskrifaðist frá Hólaskóla og var um sinn
rektor við hann. Honum farast svo orð í Islandslýsingu sinni
um 1589:
Með svipuðum hætti er því einnig almennt trúað, að
Islendinga skorti gersamlega við, þegar þó víðs vegar
um eyjuna eru birkiskógar, sem eru Islendingum til mik-
ils gagns, ekki aðeins til smíði á ýmiss konar amboðum
sveitafólks og búsáhöldum, heldur og til almennra hús-
bygginga. Birkitré þessi verða nefnilega meðalhá, stund-
um þetta 10, 12, 14'álnir, og fundizt hafa tré, sem náðu
17 álna hæð.93
Hér mun samt fremur höfðað til ættstöðva höfundarins á
Austfjörðum en til Skagafjarðar. Þó má minnast annálsgreinar
Björns á Skarðsá, er hann skráir atburð, sem gerðist í nágrenni
hans harðinda- og ísaárið 1612:
Jarðfellis ógangur í Austurdölum í Skagafirði, eyddust
nær 2 bæir, fórst með af peningum, hlupu fram yfrið
miklir skógar, rak af þeim viði ofan í Hólm, og víðar um
Skagafjörð, því að Héraðsvötn stemmdi upp.94
148