Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 151
GOÐDÆLA
Áður á tíðum hefur verið mikill skógur í Dölum, eins og fyrr
er að vikið, jafnvel inn til cialabotna. Enn getur hér og þar að
líta birkihríslur, einkum þar sem menn og skepnur náðu ekki
til að eyða þeim, svo sem í Jökulsárgili skammt frá Merkigili,95
og enn eru umtalsverðar skógarleifar í hinu forna landi Nýja-
bæjar, en af skógi þar mun hafa rekið viðu niður Héraðsvötn
árið 1612.
Dalabændur hafa í öndverðu átt margt kvikfjár og beitt
ótæpt. Sigurjón Sveinsson frá Giljum segir svo: „Veðursæld
er einstök í Vesturdal frammi og snjólétt með afbrigðum.
... Geysimikið af víði er þar fremra, og í Runu finnast enn
birkihríslur. Víðirinn springur út seinni hluta vetrar — eða
mjög snemma — móti sólu. ... Snjórinn rann sundur af sól-
bráðinni og roðaði fyrir, þótt ekki sæist á dökkan díl niðri
í sveit. Byggð í Austur- og Vesturdal átti allt sitt undir land-
gæðunum, útbeitinni. Svartárdal er nokkuð á annan veg farið.“96
Fyrr og síðar hafa Dalabændur, sem áttu Hofsafrétt hina
fornu Jökulsánna milli, bjargað bústofni þeirra, sem miðsveitis
bjuggu. Vorið 1899, hvíta vorið svonefnda, var ofurhart eftir
strangan vetur, algjör jarðbönn eftir sumarmál, og snjóalög
voru sums staðar slík, að ekki leyfði af, að hestfært væri. Þá
fengu nokkrir bændur undir forustu síra Jóns Magnússonar á
Mælifelli leyfi til að reka fé fram í Runu, og gekk það ágætlega
fram. Þormóður Sveinsson frá Skatastöðum var þá barn á Þor-
ljótsstöðum. Hér verður gripið ofan í minningar hans:
Þriðjudaginn fyrstan í sumri var hreinviðri, frost all-
mikið og þykk fannbreiða yfir öllu. Það kvöld kom fyrsti
fjárreksturinn að Þorljótsstöðum, og líklega hinn stærsti.
Áttu flest í þeim hópi þeir nágrannarnir, séra Jón Magnús-
son á Mælifelli, mikill búhöldur og fjármargur, og
Þorgrímur Bjarnason bóndi á Starrastöðum, góður bú-
þegn. ... Komu þeir síðar báðir fram eftir til að líta eftir
fé sínu, og var hinn síðarnefndi þar nokkra daga yfir því.
149