Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
Einhverjir fleiri áttu fé í þessum fyrsta hópi, en færra.
Ófærð var mikil þá út í héraðinu, og voru teymdir hestar
á undan fram sveitina til að troða slóð fyrir kindurnar.
Hafði séra Jón farið þar fyrir með sinn hest. Þegar kom
fram fyrir Jökulsá, léttist færðin nokkuð. Næstu daga
komu svo enn rekstrar, einn af öðrum. Ekki man ég, hve
margt fé alls var rekið að Þorljótsstöðum um vorið, en ég
hygg að það hafi ekki skort mikið á þúsund. ... Ein-
hverjir ráku og fé sitt á Austurdalsjarðirnar fremri. ...
Menn voru settir til að gæta fjárins á Þorljótsstöðum,
fyrst tveir, síðar fleiri. ... Var reynt að halda því fram í
svonefndri Runu, fyrir sunnan Illagil, en það er um
fimm kílómetrum lengra inn í dalnum. Er þarna snjólétt
að jafnaði, og sérstaklega vorgott. Kvistlendi er þar nóg
og annað kjarngresi.
Þormóður segir, að upp úr miðjum maí hafi verið komin
nokkur sauðjörð niðri í sveitinni, „en þá var orðið snjólaust í
landi Þorljótsstaða hátt í hlíðar upp.“ Þegar hlýnaði í veðri,
varð féð gripið miklu óyndi og varð að sitja það nótt og dag.
Sumt af fénu leitaði vestur yfir Hofsá,
yfir í Klausturfjall og Lambatungur, en þar er gott
haglendi. En nú vildi svo til, að þegar smala átti fénu til
heimferðar, var áin í miklum vexti, svo að enginn kostur
var að reka það í hana. Svo var einnig um Hraunþúfuá.
... Var því aðeins um eitt að ræða, það, að reka féð inn á
afrétt, þar sem komist varð með það á snjóbrúm frá
vetrinum, Hraunþúfuá langt suðvestur í drögum, og
hina nokkuð innan við botn Vesturdals. Tók sú öræfa-
ganga 22 klukkustundir.97
Efalaust hefur fénaður bænda, sem byggðu miðsveitir Skaga-
fjarðar, þráfaldlega verið rekinn í vorharðindum fyrr á öldum
150