Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 156
SKAGFIRÐINGABÓK
annað en að þeir komust í Giljar um kvöldið slit-
uppgefnir og gistu þar. Þetta mun vera um 45 mínútna
ganga. Næsta dag komust þeir alla leið, og aftur heim í
Hof, því að nú var slóðin. Næsta dag þar eftir var svo féð
tekið af beitarhúsunum og rekið í slóðina. Dugði dagur-
inn til þess.98
Fátt er með vissu vitað um búnaðarhætti Goðdæla fyrr á tíð.
Þeir hafa sem aðrir fornmenn búið við sauðfé, nautpening,
svín, hross og alifugla; sennilega átt fjölda sauðfjár á stöðli.
Búpeningur fær litla umfjöllun í fornsögum. Þess er þó getið í
Landnámabók, að skip hafi komið í Kolbeinsárós „hlaðit
kvikfé"99, eins og fyrr er greint. Er þess að vænta, að því hafi
fjölgað hratt í veðursældinni og góðærinu og því snemma
gengið á gróðurinn, ekki sízt á Hofsafrétt, sem liggur hátt, og
reyndist því viðkvæmur fyrir veðurfarssveiflum.
Oddur biskup Einarsson segir í fyrrnefndu riti um íslenzka
bændastétt, að hérlendis séu „ófáir fjármargir, sauðmargir og
nautamargir, svo að fjölmargir eigi hundrað nautpenings og
þúsund fjár eða þar um bil. Skepnur þessar em frábærar að væn-
leik og stærð, því að þær fá kjarngott og heilnæmt fóður.“100
Vitaskuld á Oddur hér við tólfrætt hundrað. Naumast mun
hann hér hafa Skagafjörð sérstaklega í huga, þótt vart sé að efa,
að þessa hafi fundizt dæmi þar, einkum í Dölum fyrrum. Þótt
biskup láti mikið af vænleik fjárins og sé að leiða erlenda menn
í allan sannleika um landkosti hér á hans dögum og fyrrum,
vill hann ekki gera orð erlendra skriffinna að sínum, hvort sem
um lof eða last er að ræða. Einn þeirra hafði getið þess í níðriti
um Island, að þar væri grasbeit svo kjarngóð og mikil, að
sauðfé kafnaði af spiki.101'
Fleiri landkosti mætti nefna í Vesturdal. Þar er víða jarðhiti,
heitar uppsprettur og volgrur, svo sem í hinu forna heimalandi
Hofs, Bakkakots og Goðdala. Allt er á huldu um nýtingu þess-
ara hlunninda í fyrndinni, svo sem til þófs og þvotta, raunar
154