Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 157
GOÐDÆLA
ekki vitað, hvort jarðhita gætti þá á yfirborði. Á Hofi hefur
heit laug verið ákjósanleg til niðurdýfingarskírnar, er Goðdælir
tóku upp trú á Hvíta-Krist. Jarðhita gætir langt inni í afrétt,
þótt lítt verði nú vart á yfirborði. Uppi í Jökulsárgili í landi
Hofs er steindrangur, sem Mókollur heitir. Þar í nánd er Mel-
rakkadalur,
stór hvammur í gilinu, og í honum eru háir hraunhólar,
afar einkennilegir. Blómskrúð er bæði fjölbreytið og
þroskamikið í Melrakkadal, en ekki verður ofan í hann
komizt nema á tveim stöðum. Háir hamrar lykja um
dalinn, og í honum er logn og blíða, þó að af einhverri
átt sé afspyrnurok. Áðurgreindir hraunhólar eru venju-
lega snjólausir í kolli, því að jarðhiti virðist vera í þeim.
Kvaðst Jósep Jósepsson, fyrrum bóndi á Hofi, oft hafa veitt því
athygli, að hólkollarnir bræddu af sér mjöll jafnóðum og á þá
féll.102
Surtarbrandslög eru í Jökulsárgili, en erfitt að nálgast þau.
Eggert Ólafsson segir þar merkasta fundarstaðinn x Skagafirði:
„Brandurinn er í meðallagi fíngerður. ... Hann er x 3 lögum og
fast berg á milli þeirra. Miðlagið er þykkast eða 3 fet. Þeir, sem
næstir búa koma þangað árlega til að sækja surtarbrand ... og
brenna úr honum smíðakol."103 Eggert lætur ógetið um aðra
staði í Vesturdal, þar sem surtarbrandslög eru og mun betra að
komast að þeim: Á Giljadal ber hamar einn nafnið Surtar-
brandsklettur. Þar getur notadrjúgt eldsneyti, sem einnig er
gott til að smíða við. Fleiri staði mætti nefna, þar sem brandur
hefur á síðari tímum verið brotinn til kola, hvað sem áður fyrr
kann að hafa verið.
Guðbrandur Magnússon kennari á Siglufirði og Hjörleifur
Kristinsson á Gilsbakka á Kjálka, kunnir náttúruskoðendur,
fóru í könnunarferð fram í Vesturdal í leit að surtarbrands-
stöðum í ágúst 1979. Þeir félagar fundu nokkra staði, þar sem
155