Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 158
SKAGFIRÐINGABÓK
gat vænan surtarbrand og leirbrand, og heilluðust af náttúru-
töfrunum. Guðbrandur ritar m.a. svo eftir komu í Hof:
Við gengum upp með Bæjargilinu á Hofi og héldum
suður á bóginn í svipaða stefnu og þau gil tvö hafa, sem
þarna eru. Leiðin mun vera um 5 km þarna yfir. Vestan í
hálsinum eru tveir stórir, stakir steinar. Er við komum
að þeim sem neðar er í brúninni sáum við niður á grónar
flatir, nokkuð breiðar og allsnotrar. Eftir stutta hvíld
héldum við inn á við, niður að Hofsgilinu (Jökulsár-
gilinu). Ráðgerðum við að halda síðan út með því ef
ekkert sæist. En þarna hitti Hjörleifur strax á líklegan
stað. Surtarbrandslagið, sem er gamalkunnugt, er mjög
greinilegt ... Við gerðum lauslega þykktarmælingu á
fimm efstu lögunum. Lagið sem surtarbrandsflísarnar
eru í, er um 4.4 m á þykkt ... Við vorum um 2 tíma að
snúast þarna og héldum til baka kl. 17. Á gljúfurbakk-
anum, rétt við staðinn sem við skoðuðum, var einskonar
„hreiður" af surtarbrandi, sem líklega hefir ekki komist
á klakk þegar síðast var sótt í þetta.
Aðra ferð fór Guðbrandur í Giljadal ásamt Helga Hallgríms-
syni líffræðingi og fleirum:
Lögin eru alveg niður við árfarveginn [þ.e. Giljaá] ...
Þau eru um 2.7 m á þykkt og alveg þverstýfð að framan
svo þau líkjast einna mest torfstrengjum í gömlum
moldarvegg. Er auðséð að þarna hrynur allt framan úr og
mun áin skola því jafnharðan burt. Nýverið hafði hrunið
framan úr, svo að fyllan var tilbúin til athugunar fyrir
fótum okkar ... Það er hreint eins og jörðin hafi opnast í
þessum hrikalegu, skagfirzku giljum. Þau eru heill
heimur sem hvert um sig á varla sinn líka ... Þau eru
t.d. kjörinn staður fyrir mikinn fjölda hinna fegurstu
156