Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 159
GOÐDÆLA
blómjurta og auk þess morandi í litríku skordýralífi, að
ég nú ekki tali um allar þær kynjahugmyndir í marg-
brotnu og misgengnu berginu.104
Surtarbrandurinn hefur trúlega snemma verið nýttur til
dengslu. Það er með ólíkindum, ef Goðdælir hafa ekki komizt
upp á lag með að nota hann t.a.m. í búsáhöld, í bolla, skálar og
fleira þess háttar. Óvíst er, að þeir hafi nýtt sér hann til elds-
neytis, þar eð af nógu öðru var að taka framan af. Hann kann
og að hafa verið notaður í ýmis búsgögn, jafnvel skrautmuni.
Sveinn Pálsson læknir í Vík getur þess í Ferðabók sinni, að á
Vesturlandi hafi borðplötur verið gerðar úr surtarbrandi, „svo
stórar, að 12 manns gátu matazt við þær.“ Þær höfðu þann kost
með sér, að þær hvorki sprungu, rifnuðu né verptust.105 Uno
von Troil, sem hér var á ferð 1772, kvaðst hafa séð í Kaup-
mannahöfn „tebolla, diska og fleira úr surtarbrandi og með
fegurstu gljáhúð."106 Líklegt má telja, að Goðdælir hafi því
snemma komizt upp á að nota brandinn sem efnivið í skraut-
muni og búsáhöld. Á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930
skreyttu Skagfirðingar veizluborðin í tjaldbúð sinni m.a. með
surtarbrandi. Lilja Sigurðardóttir á Víðivöllum hafði allan veg
og vanda af veizluhaldi Skagfirðinga á Þingvöllum. Hún ritar
svo:
Á borðunum voru einnig fánar á stöngum, sem Guð-
mundur Ólafsson í Litluhlíð hafði útbúið fyrir mig. ...
Gaf Guðmundur mér 5 þessar stengur og jeg síðan að
hátíðarhöldunum loknum nokkrum Vestur-Islending-
um til minja um ferðina ,..107
Surtarbrand notuðu menn forðum við lækningar, svo sem að
leggja heita plötu við verkjastað og láta bakast við hana til að
lina þrautir.
Á fyrri stríðsárunum var kolaskortur. Sigurjón Sveinsson frá
Giljum sagði höfundi, að Helgi Jónsson, bóndi og járnsmiður í
157