Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 162
SKAGFIRÐINGABÓK
því, að hann hafi orðið harðar úti, hvað öskufall áhrærir en
önnur byggðarlög. Vel þykir hlýða að birta hér stutta frásögn
um afleiðingar Heklugossins 1980 í Austurdal, en þar gætti
þess helzt. Svo geta lesendur reynt að gera sér í hugarlund,
hvernig Goðdælum hinum fornu hefur brugðið við áður á
tíðum.
Sólborg Bjarnadóttir, húsfreyja á Skatastöðum, segir frá:
Fólk var við heyþurrk á Skatastaðatúni hinn 17. ágúst
1980. Skyndilega skall yfir myrkur. Það var eins og
svartur veggur risi og byrgði sól. Fólkið fór nærri um,
hvað var að gerast og gekk til bæjar. Svo mikið reyndist
myrkrið að kveikja varð ljós. Gjósku gætti meir í sunn-
anverðum Austurdal, til að mynda á Skatastöðum, en í
neðanverðum dalnum, á Merkigili og Bústöðum, og líkt
má segja um Vesturdal, hvað sem valdið hefur. Ekki get
ég dæmt um, hve öskulagið var þykkt, en þess má geta,
að bárujárn, sem lá upp við íbúðarhúsið, varð alveg slétt.
Fyrst bar mest á mjög fíngerðu dusti, en síðar varð líka
vart við salla, allstór korn. Það var sunnan- eða suðaustan
gola, en skjótt tók að rigna, og rigndi dustinu niður í
svörðinn, þar sem slétt var, en lagðist í flekki í dældum.
Fé var þegar smalað og það, er til náðist, flutt niður í
sveit, þar eð askan hafði valdið miklu tjóni á beitilandi,
svo og engjum og túni á Skatastöðum. Árið eftir varð
mikið um lambadauða, og raunar fórst mikið af ám líka.
Flúoreitrun var kennt um slæm fénaðarhöld. Landið náði
sér ekki að fullu næstu ár. Nyt minnkaði í kúm, trúlega
af skemmdu heyi. Meðfram vegna þessa áfalls var búskap
hætt á Skatastöðum nokkrum árum síðar.109
Frambyggð Vesturdals kann að hafa lagzt alveg af, meðan land
var að jafna sig eftir öskufallið úr Heklu 1104, en það skýrir
ekki, hvers vegna eigi byggðist aftur, svo sem venjulegast var. I
160