Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 163
GOÐDÆLA
kjölfar öskufallsins fóru skjótt mikil harðindi, manndauði og
hvers kyns óáran. Mun því hafa rýmkazt um jarðnæði í megin-
byggð héraðsins, dalbúar, sem þess óskuðu, getað fengið þar
jarðnæði. Hofsafrétt hefur heldur ekki verið söm til búsetu og
hún var á fyrstu áratugum Islands byggðar sökum gróðureyð-
ingar.
Líklegt er, að niðjar Eiríks á Hofi hafi snemma gert Goðdali
að ættarsetri, eigi miður en Hof. Oft er vant að sjá í fornum
heimildum, hvenær átt er við byggðarlagið Goðdali og hvenær
jörðina með sama nafni. Kemur sú óvissa sér stundum illa.
Prestakallið spannaði meginhluta landnáms Eiríks, að því er
ætla má, ef til vill að slepptum vestanverðum Austurdal, sem
Eiríkur kann að hafa haldið skamma hríð. Þó töldust Bústaðir
svo langt aftur sem vitað er til Goðdalasóknar og Lýtingsstaða-
hrepps. Skatastaðir, sem einnig eru vestan Jökulsár eystri,
skildist með einhverjum hætti við vesturhlutann, svo og jarðir
þar fyrir framan, sem allar hafa verið hluti af landnámi Eiríks
á Hofi. Styður það þá kenningu, að Höfsafrétt heitir milli jök-
ulsánna, en austurhluti hennar er fram af heimalandi Skata-
staða, og á jörðin ekki upprekstur þar,
Rannsóknir jarðvegssýna benda til þess, að byggð í fremsta
hluta Vesturdals, hafi eyðzt snemma, eða á ofanverðri 10.
öid110, en stutt kuldaskeið gekk þá yfir. Austurdalur hefúr þá
heldur ekki farið varhluta. Skagfirzkar heimildir fornar herma
ekki, að jarðir í héraðinu hafi lagzt alfarið í auðn vegna ösku-
falls. Hins vegar hafa þær fallið úr ábúð um sinn og jafnvel
farið í eyði eftir slíkar hamfarir, þótt gjóskan ein hafi ekki ráðið
úrslitum, enda gætti hennar sjaldnast í gróðri að nokkrum ár-
um liðnum. Ef veruleg byggðarröskun hefur orðið í Dölum á
þjóðveldisöld þyrfti sennilega að tína til fleiri ástæður.
Saga eyðibýla í Vesturdal er fáskrúðug, aðeins óljós munn-
mæli til um fjallabýlin. Elzta heimildin er Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalíns. Næstelztu heimildinni kom
Sigurjón Páll Isaksson á framfæri, bréfi, er Jón Magnússon í
11 Skagfirðingabók
161