Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
Sólheimum í Sæmundarhlíð skrifaði bróður sínum Árna
prófessor og gerði þar að beiðni hans grein fyrir eyðijörðum í
Vesturdal frammi. Bréf Jóns er dagsett 13. október 1729-
Verður brátt að því vikið. Frá því að Daniel Bruun rannsakaði
mannvistarleifar í Skagafjarðardölum árið 1897 og ritaði um,
hafa ýmsir fetað í slóð hans, en þó hafa byggðaminjar ekki enn
(1990) verið rannsakaðar til neinnar hlítar. Ekki er hægt að
greina með yfirborðsmælingu tófta og einni eða tveim
könnunarholum, hvað kalla skal rústir bæja eða tættur selja,
þar sem árstíðarbundin mannvist var. Selin urðu oft að býlum
(,,kotum“) og býli reyndar stundum að seljum. Örnefni kennd
við sel (Péturssel) eða staði (Hrafnstaðir) eru vitaskuld ekki
einhlít til viðmiðunar, er rekja skal sögu fastrar byggðar.
Ritheimildir og munnmæli verður því að taka með varúð.
Þetta þarf að hafa í huga, þar sem greint er frá mannvirkjaleif-
um hér á eftir. Daniel Bruun spáði stundum í spilin eftir yfir-
borðsmælingar, og svo hafa reyndar fleiri gert.
Flutningur bæjarhúsa innan landamerkja hefur líklega oft átt
sér stað. Þess finnast a.m.k. dæmi: Nýibær í Austurdal. Allur
gangur var á því, hvort nýir bæir héldu fornu nafni eða skaut-
uðu nýju. Það kann því að vera um rústir tve'ggja bæja að ræða
innan sömu girðingar eða landamerkja, hvort sem nú má
marka það á yfirborði eða ekki.
Ymsir hafa tekið saman skrár um hugsanleg eyðiból í Vest-
urdal. Fullkomnust er líklega skrá Guðrúnar Sveinbjarnardótt-
ur í riti hennar um eyðiból og fleira (Farm Abandomnent in
Medieval and Post-Medieval lceland: an Interdisciplinary Study). Taldi
hún sig hafa gert þessu efni full skil. Nokkuð vantar á, að svo
sé, og verður reynt að bæta um betur hér á eftir og þá m.a.
stuðzt við áðurnefnt bréf Jóns í Sólheimum, svo langt sem það
nær.m Líklegt má telja, að sumar tætturnar austan Hofsár
gangi undir tveim-þrem nöfnum, svo að hugsanleg bæjarstæði
forn séu mun færri en nöfnin benda til. Grein verður gerð fyrir
rannsóknum Daniels Bruuns í Vesturdal 1897. - Hér á eftir
162