Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
Litluhlíðar. Svokallaður Sellækur rennur niður Traðareyri til
Hofsár. „Syðst og efst á eyrinni er svonefnt Sel. Þar markar fyrir
tóftum, og er gömul sögn, að fyrr á öldum hafi Hofsbóndi haft
þar í seli.“123
'Vindheimar
I Hlíðarfjall vestanvert er lægð, sem nefnist Traðir. Sunnan við
þær er Hrútagilið og Hrútá, sem er á landamerkjum Litlu-
hlíðar og Gilja. I Tröðunum eru tóftir, sem heita Vindheimar.
„Þar er nokkurn veginn slétt flöt, frekar lítil, og vottar þar fyrir
ævafornum rústum, sem lítur út fyrir, að hafi verið manna-
bústaður á fyrri tíð. Sömuleiðis vottar fyrir túngarði við og
við.“124 I suðurjaðri svonefnds Reits í Litluhlíðarlandi eru
gamlar beitarhúsatóftir. Þar hét Háistekkur.125 Jarðabókin
nefnir eyðikot, Traðir, og vitnar þar trúlega til hjáleigu Hofs.
Þar sáust girðingar og tóftaleifar, sem bentu til mannvistar að
fornu.
Snorrahús
(Aðrir nefna Snorragerði). Rústirnar eru utarlega í Þorljóts-
staðalandi, 324 m yfir sjó. Sést þar greinilega fyrir hústóft á
sléttum bala í hlíðinni.126 Jarðabókin tíundar þær ekki.
Gráskinna Gísla Konráðssonar127 nefnir rústir þessar Snorra-
gerði. Þar segir, að munnmæli hermi, að bóndi sá hafi eitt sinn
búið á Þorljótsstöðum er Snorri hét, kallaður Geldinga-Snorri.
Hann lét sauði sína ganga sjálfala í Runu á vetrum. Eitt sinn,
er hann fór að svipast eftir þeim, tóku þeir á rás og runnu
undan honum suður fjöll. Bóndi hélt á eftir, og linnti ekki
eltingarleiknum fyrr en komið var að Hamarsholti í Hreppum,
en þangað höfðu sauðirnir leitað fyrr. Eftir þetta kom Snorri
upp beitarhúsum norðan Þorljótsstaða í von um að geta fremur
hamið sauði sína. Frumgerð þessarar þjóðsögu er í Gráskinnu,
en víða á prenti mjög úr lagi færð, eins og bent hefur verið á.128
164