Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 168
SKAGFIRÐINGABÓK
Króksstaðir
Þormóður Sveinsson nefnir býli þetta x bréfi til Margeirs Jóns-
sonar 1929:
Nálægt 1 km sunnan við Þorljótsstaði var talið að verið
hefði bær, sem hjet á Króksstöðum. Heitir þar enn
Króksskurður. Þar er land nokkuð blásið upp og sjást
þar engar tóftir utan ein aílöng ferhyrnd tóft upp undir
fjallinu, hlaðin úr allstóru grjóti. Er þverveggur yfir hana,
nær syðri endanum. Þegar Hannes móðurbróðir minn,
sem fæddur var um 1855, en nú er dáinn fyrir nokkrum
árum, var að alast upp á Þorljótsstöðum, var land að
blása þar upp, og kom þá hleðsla þessi í ljós. Þar fundust
í hans ungdæmi hlutir nokkrir, mannabein og eitthvað
fleira.132
Stafn
Svo hét býli um 2 km fyrir sunnan Þorljótsstaði og um 370 m
y. s. Jarðabók kallar hér stekkjarstæði og greinir svo frá: „Þar
ætla menn verið hafi fornt eyðiból, því glögglega sjest hjer til
girðínga og tófta margra, sem verið hafi lögbýlisjörð. Ekki má
hjer aftur byggja, því skriður hafa eyðilagt túnstæðið að miklu
leyti.Tvennar girðíngar eru hjer aðrar, sem aldrei hafa bygðar
verið so menn viti. Líkast verið hafi bygð í fyrndinni. Það er nú
alt í hrjóstur komið.“133 Beitarhús voru hér á 19- öld og síðan
lengst af meðan Þorljótsstaðir héldust í byggð. Sigurjón Sveins-
son frá Giljum ritar svo:
Jeg hefi oft furðað mig á því, að í nálægð við Stafn er
enginn lækur eða vatnsból, en löng leið að sækja vatn
niður í Hofsá. ... En ef skriður hafa hlaupið, hafa þær þá
ekki líka eyðilagt vatnsból ásamt túni? Hjálmar bróðir
minn hafði fje á Stafni og sagði mjer, að hann hefði
skammt frá húsunum rekist á stað, þar sem hefði verið
hægt að ná vatni í fötu, ef eftir hefði verið leitað.134
166