Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 170
SKAGFIRÐINGABÓK
sáust ógreinilegar leifar tveggja rétthyrndra bygginga, sem
auðsæilega voru elztu byggingaleifar á staðnum. Stærð þeirra
samanlögð var sem næst 7 x 7 m. Lengra burtu eru óljósar
girðingaleifar þaktar birkikjarri. Þar sem grafið var í brekk-
una, gat hvorki torf né steina, aðeins moldarlag, með H 1104
gjósku og 12—13 sm ofar H 1300 gjóska. Oskulagarannsókn
benti til, að þarna hefði verið búið fyrir 1104.137
Er Jón Magnússon í Sólheimum hafði lokið við að segja frá tóft-
um Stafnsbæjanna, hélt hann áfram bæjatalinu, nafngreindi í
beinu framhaldi eyðibýli, sem hvergi er annars staðar nafngreint:
Bær einn hefur heitið Hóll, sér til girðinga, hann er fyrir
framan hina [þ.e. Stafnsbæina], austanframm. Bær einn
ónefndur þar fyrir framan austanframm, sér til girðinga.
Bær einn ónefndur vestanframm, svo sem nokkuð þar á
móti, sér til girðinga. Allir þessir fyrir framan Þorljóts-
staði (sem er nú fremsti bærinn), en fyrir utan Hraun-
þúfuklaustur.
Bær einn vestanframm við ána, miklu utar en allir
þessir, en langt fyrir framan Hof, kallaður Hamarsgerði,
sér til girðinga. Þar hefur verið brúkuð selstaða frá Hofi
fyrir nokkrum árum, en nú fjárhús. Annars sagt þar
skuli verið hafa alls ellefu bæir, og allt þetta eyðilagzt
í miklu plágunni, síðar á Hraunþúfuklaustri fundizt
klukka, og hún farið til Goðdala.138
Jón Magnússon klykkir út með því að inna bróður sinn eftir,
hvaða ár plágan mikla, „sem víða er nefnd og flest býli hafi
eyðilagzt í hér á landi“, gekk yfir. Hann telur svartadauða ekki
koma til greina, þessi plága hafi verið miklu fyrr.
168