Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 173
GOÐDÆLA
áðurnefndan læk gat stóra girðingu, sem Bruun taldi svipa tii
nátthaga.139 Hér fann Guðrún Sveinbjarnardóttir ekkert, sem
staðfesti byggðarleifar.
Nokkuð mun vera á reiki, hvort líta megi yfirleitt á orðið
þrælsgerði sem sérnafn. Það er ótæpt notað í Jarðabókinni af
þeim félögum, Árna og Páli, um minni háttar, nafnlausar, rúst-
ir, og má vera, að það sé frá þeim runnið. Orðið virðist raunar
sjaldnast vera sérnafn og kemur vart nokkurn tímann fyrir í
fornum skjölum.
Hringanes
Jarðabókin nefnir það ekki. Bruun gerir því skóna, að þar geti
verið að ræða um aðra tveggja girðinga, sem nefndar voru í
grennd við Stafn (eða Stafnsbæi), sbr. ummæli Jóns Magnús-
sonar hér að framan. Bruun farast svo orð: „Eyðibýlið Hringa-
nes liggur á nesi um 50-60 fetum ofan árinnar. Þar er hring-
laga túngarður (sjá teikningu). Bæjarnafnið er líklega dregið af
þessu tvennu. Túngarðurinn liggur í hring og bærinn stendur á
nesi.“ Þeim sem þetta ritar, finnst þó eins sennilegt, að ör-
nefnið sé til komið eftir að byggð lagðist af, en tættur og
garðlög voru talin vitni um búsetu í fyrndinni. Bruun lýsir
staðnum frekar í fyrrnefndu riti:
Bæjarhúsin eru í þyrpingu næst ánni, þau eru samstæð x
tveimur lengjum. Auk þeirra eru þrjár tóttir í túninu.
Hér má það einkum merkilegt kallast að spottakorni
norðar er tóttaþyrping (II) sem sýnilega hefur heyrt
Hringanesi til. Þar heitir Þrælsgerði. Innan við túngarð-
inn (21) er ein tótt (l'). Stór rétt er þar í grennd.140
f fylgiritinu með Árbók Fornleifafélags 1898, ritar Bruun svo:
í þessari þyrping getur hafa verið fjós og heygarður; hún
er 50x16 skref. Tóftin 2 er greinileg (10x16 skref);
171