Skagfirðingabók - 01.01.2004, Síða 175
GOÐDÆLA
reyndist 6,5 x 3,25 m að innanmáli. Þriðja húsarústin var um
3,7 x 2,8 m að innanmáli.
Könnunarholur voru grafnar á Hringanesi, og eftir jarðlaga-
fræðilegar athuganir kom í ljós gráblátt gjóskulag, sem talið
var stafa frá Heklugosinu árið 1300 (H 1300). Undir því lagi
var steinalag þakið þunnu lagi af .ljósri gjósku, sem er skil-
greind sem H 1104. Þar fyrir neðan tók við landnámslagið.
Líkur eru til, að hér hafi verið um tvö byggingarskeið að ræða,
að þarna hafí verið búið upp úr 900 og aftur eftir 1300, en ekki
fékkst úr þessu skorið til fullnustu.142
Hringur
Aðeins ein heimild nefnir þetta býli, Gráskinna Gísla
Konráðssonar, og að kalla í sömu andrá og hugsanlegar grann-
jarðir, Hringanes og Hringagerði. Um býlið Hring er annars
ekkert vitað eða hvar það á heima í röðinni. Sama er að segja
um næsta býli.
Hringagerði
Gísli Konráðsson nefnir eyðibýli með þessu nafni í Grá-
skinnu143, en ekkert er um það vitað nema nafnið eitt.
Hugsanlega á annað þessara býla við Þrælsgerði, sem nefnt er
hér að framan.
Þorljótsstaðasel
Selhöfði heitir nokkrum km fyrir framan Þorljótsstaði. A höfð-
anum eru slægjur nokkrar og mannvistarleifar. Þar á Þorljóts-
staðasel að hafa staðið. Framundir Runufossi er Krosshöfði,
ranglega nefndur Krossaskeiðarhöfði. A þeim slóðum á að hafa
verið reimt, segir Sigurjón Sveinsson og bætir við, að Illagil sé
æði djúpt
grafið af lækjarsprænu frá efstu brún og niður í Hofsár-
gil. Það er mjótt, nánast skora eftir læk, sem kemur úr
173