Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
Stafnsvötnum. Vatnsfarvegurinn eða botninn er sléttur,
en gilbarmarnir þverhníptir, og er ófært yfir gilið sjálft
mönnum og skepnum. Fé, sem þurfti að fara út eða
suður yfir gilið, varð að fara með niður í Hofsárgilið og
fara neðan við Illagilið sjálft. Að sunnanverðu var mó-
skeið upp úr gilinu og þó ekki þverhnípt, og töldu
menn, að þær kindur, sem kæmust hjálparlaust upp
þennan stall, björguðu sér örugglega úr Runu.
Guðrún Sveinbjarnardóttir athugaði staðinn, en mjög óglöggt
sést nú marka fyrir tóftinni, sem er 6,5 x 4 m að innanmáli.
Auðsætt er þó, að hér hefúr mannshöndin nærri komið og e.t.v.
verið haft hér í seli á öldum áður.144
Vestan Hofsár (Runukvíslar), fyrir framan Hof, eru þessi býli
nefnd:
Péturssel
Svo heitir norðan og neðan Pétursselsgils, ívið sunnar en á móti
Hrútá. Jarðabók kallar þar fornt býli, „sem menn merkja af
girðíngum og tóftaleifum."145 Nafnið bendir til þess, að það
hafi festst við staðinn eftir kristnitöku. Bruun taldi þessi ör-
nefni „algjörlega glötuð."146
Hamarsgerði
heitir fyrir neðan Hamarsgerðisflóa. Þar eru flatar klappir. Beit-
arhús frá Hofi, sem rifin voru um síðustu aldamót stóðu þarna.
Auk þessara tófta markar fyrir eldri tóftum.147 Fyrrum var haft
hér í seli. Jarðabókin getur um tóftaleifar og girðingar.148
Hrafnstaðir
(svo í Jarðabók) heitir þriðja fornbýlið. Það er aðeins framar en
á móti Snorrahúsum; stóð í miklum halla fremst í svokallaðri
Lækjahlíð (á uppdrætti: Lækjarhlíð, sem mun rangt). Jarðabók
174