Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 177
GOÐDÆLA
hermir: „Hjer sjást glöggar girðíngar og tóftaleifar, en ekki
hefur á þessum kotum bygð verið, það lengst menn muna.“149
Bruun getur ummerkja hér á víð og dreif. Hann segir, að bær-
inn hafi staðið „nokkurn veginn gegnt Snorrahúsum.“150
Skógar
Sunnan við Hrafnstaði er mikið gljúfragil, Hrafnsgil. Kjóa-
dalur heitir þar suður af, rennislétt dalskora. Efst úr Kjóa-
dalshömrum fellur dálítill foss niður í dalinn. Hann blasir við í
norðvestur frá Þorljótsstöðum, mikil náttúruprýði. Það er
rangt í örnefnaskrá, að fjallshlíðin frá Kjóadal fram að Fossá
heiti Reitur (á uppdrætti: Reitir). Þormóður Sveinsson segir
frá því í minningum sínum, að Þorljótsstaðabóndi hafi leigt
um sinn fjallshlíðina gegnt Þorljótsstöðum, „eða norðan frá
Hrafnsgili og suður að Fossá. Heitir það Reitur, fallegt sumar-
land og fjölbreyttur gróður."151 Fornbýlið Skógar stóð framar-
lega í Reitnum, nær beint á móti Þorljótsstöðum, við lítið
lækjargil. Jarðabók nefnir það ekki. Bæjarnafninu bregður fyrir
í Gráskinnu Gísla Konráðssonar. „Nú sjást þar litlar eða engar
rústir, enda er þar alls staðar allstórvaxið hrís og lyng,“152 segir í
örnefnalýsingu Margeirs Jónssonar.
Hrísastaðir
Munnmæli nefna svo fornbýli eitt, að sögn Bruuns.155 Aðrar
heimildir geta þess ekki. Freistandi er að álykta, að hér sé um
sama stað að ræða og Skóga. Nafnbreytingin kann að rekja
rætur til þess, að skógurinn eyddist, eftir stóð hávaxið lyng og
hrís.
Miðmundalœkur
(Sumir: Miðmundarlækur). Lækur með þessu nafni rennur eftir
Miðmundagili. Að sögn á að hafa verið bær hér í grennd í
fyrndinni, skammt fyrir sunnan Skóga.154 Þar sjást nú engin
merki þess.
175