Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 179
GOÐDÆLA
m y. s.156 Gráskinna nefnir það. Bruun segir bæinn hafa staðið
„í mjórri og mjög hallri brekku milli tveggja hóla“157 við
Lambamannavað, litlu norðar en Hringanes. Bruun segir, að
þar hafi ekki getað verið um neitt tún að ræða og engar girð-
ingar séu kringum rústirnar. Tóftirnar eru sex í hvirfingu: „I
þeirri lengju, er veit niður að ánni, hafa verið 4 hús og 2 í
þeirri, er veit upp í brekkuna. Tvö af húsunum í fremri
lengjunni (a og b) munu hafa verið bæjarhús, hin tvö (c og d)
fjárhús, húsin í efri lengjunni (e og f) hafa og verið fjárhús.
Fyrir framan húsin hefir verið kví eða rétt (g).“158 Þótt land-
kostir hafi fyrr á tíðum verið mun meiri en nú er, hafa tún verið
lítil og trúlega fátt um mjólkurkýr, en vel máttu geitur koma í
þeirra stað, enda kjörið land fyrir þær.
Tungukot
Það er í munnmælum, að kot með þessu nafni hafi verið skammt
norðan Tungu, í krikanum, þar sem Lambá fellur í Hofsá. Grá-
skinna Gísla nefnir örnefnið, og fleiri kannast við það.159
Næstum er óhugsandi miðað við aðstæður nú, að hér hafi verið
býli.
A Flötunum í Runu kann að hafa verið býli. Rústir komu þar
í ljós fyrir nokkrum árum (líklega laust fyrir 1980). Þær fann
Finnbogi Stefánsson bóndi á Þorsteinsstöðum, eigandi Þor-
ljótsstaða, kunnur greiðamaður þeirra, sem fysti að kynnast
Hofsafrétt. I símtali við höfund 1991 taldi hann 10—15 ár
síðan hann fann þær. Finnbogi er ekki lengur til frásagnar.
Sama ár, 1991, skrifaði hann höfundi meðal annars á þessa leið:
... Þú varst að biðja mig að skrifa þér og segja þér frá
því, sem eg sá við smölun í framdölum Vesturdals. Eg
hef reynt að leita mér upplýsinga um þessi gömlu býli,
sem talið er að verið hafi þarna í dölunum, en hef lítið
grætt á því.
12 Skagfirðingabók
177