Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 182
SKAGFIRÐINGABÓK
hafði engin áhrif á hann, heldur settist hann bara niður
þar, sem hann var, og kom ekki til mín aftur fyrr en eg
kom út að Flötunum.
Næstu ár á eftir var litla breytingu að sjá. Síðan eru
líklega 15 ár. Síðan hef ég ekki komið þarna og get ekki
sagt um hvernig það er í dag. En breytingar eru örar
þarna, því hlíðin er geysilega brött.
Það hefur síðar verið staðfest, að Runukvísl hefur gert þarna
mikinn usla. —
Nú er komið að Klaustrum, en um þann stað verður fjallað
síðar.
Hinn 13. júlí árið 1993 fóru þau hjónin Margrét Margeirs-
dóttir deildarstjóri og Sigurjón Björnsson prófessor í eftir-
minnilega ferð inn að Klaustrum og heilluðust af staðnum.
Margrét skrifaði langa grein um förina og hin margslungnu
áhrif, sem hún hafði á þau. Stakur steinn kemur við sögu, er
Margrét nefndi Álfastein. Hún ritar svo:
Tími er kominn til að hverfa á brott og við Sigurjón
höldum sömu leið til baka í áttina að Hofsánni, en þar
eigum við von á að bíði okkar fjallabíll og ferji yfir ána.
Við höfum eigi farið langt þegar á vegi okkar verður
stærðarsteinn sérkennilegur í lögun og líkist helst litlu
húsi með bæjarburst. Þarna stendur hann einn og sér
umkringdur lyngi og holtasóleyjum, dularfúllur og ó-
ræður.160
Gaman hefði verið, ef „Finnbogasteinn" og Álfasteinn væri einn
og sami steinninn, en svo virðist ekki vera eftir frásögnum að
dæma.
Ekki virðist fullljóst, hvað heimildarmaður Jóns Magnús-
sonar í Sólheimum, Tómas Þorvaldsson, á við með þessum
orðum um eyðiból á Hofsafrétt, sem fyrr eru greind: „Annars
180