Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 184
SKAGFIRÐINGABÓK
Goðdölum virðist hallast að hærri tölunni, ef marka má sókna-
lýsingu hans 1840 í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenzka bók-
menntafélags. Alkunna er, að býli voru nefnd upp við flutning,
sem kann að hafa verið nokkuð tíður á þessum slóðum vegna
skriðufalla og uppblásturs. Er fyrr að þessu vikið.
Síra Jón Benediktsson lætur þess getið í lýsingu Goðdala-
sóknar, sem áður er vitnað í, að allir bæir þar eigi selstöður,
sem séu notaðar svo sem mánaðartíma á hverju sumri, frá
fráfærum 9 vikur af sumri, til sláttarbyrjunar, þegar 13 vikur
eru af. Beitarhús kvað hann „á hverjum einasta bæ og sums
staðar í tveim áttum, eftir landrými jarðanna."161 Sennilega eru
margar þær tættur, sem marka sér fyrir í dalnum og nafn-
greindar eru hér að framan, aurmál beitarhúsa og selja, þó kann
að hafa verið búið þar um skeið. Um ekkert verður fullyrt,
meðan ekki er gerð gangskör að því að kanna, hvað jörðin
geymir. Samt má telja nokkuð ljóst, að rétt að kalla allar götur
fram í botn Vesturdals megi greina fjölda mannvistarleifa,
minjar um líf fornra dalbyggja, brot af byggðarsögu landsins
frá fýrstu tíð.
Það virðist hafa verið venja á þessum stöðum að byggja hús
miðhlíðis, á hjöllum, jafnvel grafa þau inn í hlíðarvanga á þrjá
vegu og hlaða að innanvert. Eru nokkur dæmi um þetta og má
reyndar enn sjá marka fyrir þessu í dalnum. Eftir því sem gróð-
ur eyddist í bröttum bringum, óx skriðuhættan.
182