Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 186
SKAGFIRÐINGABÓK
Hins tslenzka fomleifafélags (1974), 131-132). í Fornbréfasafni kemur það
aldrei fyrir. Hins vegar er Tindascóll nefndur í bréfum árið 1386, skýringar-
laust sem gamalkunnugt (íslenzkt fombréfasafn III, 389-390). Nöfnin hafa
verið tvö; norðanvert hét það Tindastóll, syðri hlutinn Eilífsfell (Eilífsfjall).
Sbr. Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar við árið 1838.
„Þeir fóru yfir Kjartansgjá ok vestur yfir fjallið til Laxárdals" segir í
Þorvaldsþætti. Nú er ekki vitað, hvar Kjartansgjá er eða hefúr verið, en
gagnveg mætti kalla upp úr Reykjaskarði, sem nú heitir svo, fyrir ofan
Reyki á Reykjaströnd. Þá er haldið vestur Einhyrningsdal, sem er greið
reiðleið og komið út um skarð það hið mikla, sem er upp af Atlastöðum og
Atlastaðaá fellur um. Önnur leið, e.t.v. styttri, er að fara „frá Reykjum vest-
ur Reykjadal og þar upp á háfjallið, en þar eru nokkar vörður, sem hlaðnar
hafa verið sem leiðarvísar."
19 íslendinga sögttr VII, 456.
20 Flateyjarbók IV (1945), 60.
21 Sturlunga saga I (1946), 12—50.
22 Lúðvík Ingvarsson: GoöorS og goðorösmenn, 363; Safn tilsögu íslands III, 568.
23 íslenzk fomrit I, 231; XI, 51; XII, 352.
24 íslenzk fomrit I, 226, 231; íslendinga sögur I, 245.
25 íslenzk fomrit V, 233-234.
26 íslenzk fomrit VII, 227.
27 íslenzk fomrit XI, 83-94.
28 íslendinga sögur I, 245.
29 íslenzk fomrit VIII, 127.
30 íslenzk fomrit I, 226.
31 íslenzk fomrit XI, 83-94.
32 Jón Árnason: íslenzkarþjóðsögur og cevintýri II, 290—293.
33 íslenzk fomrit X, 10.
34 íslenzk fornrit I, 19.
35 Sama heimild, 232.
36 Jón Árnason: íslenzkarþjóðsögur og cevintýri I, 66l.
37 Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781—1958 II, 78—79; IV, 172. Skv.
upplýsingum frá Hjalta Pálssyni frá Hofi er húsið ekki reist 1952, eins og
segir í Búendatali, heldur 1953.
38 Jarða- og búendatal íSkagafjarðarsýslu 1781—1958 IV, 172.
39 Sama heimild, 172.
40 Orðmyndirnar Giljar og Giljir eru notaðar sitt á hvað. Dalamönnum er
tamara að segja Giljir. f Tungusveit heyrði höfundur alltaf sagt Giljir. f elztu
heimildum (frá 14. öld) er vant að sjá, hvor orðmyndin er notuð, þar eð orðið
kemur fyrir í þgf. ft. Um 1318 er ritað: „a land at Gilum" (íslenzkt fombréfa-
safn III, 463); árið 1377: „kirkiu jörð at Gilium" (íslenzkt fombréfasafn III,
318). Um 1500 er jörðin nefnd Gil í opinberum gögnum. í manntalinu,
sem tekið var 1703, er ritað Giljir, en aftur á móti Giljar í Jarðabókinni, sem
184