Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 192
KARLAKÓRINN FEYKIR
eftir ÁRNA GÍSLASON í Eyhildarholti
ÁRIÐ 2001 gaf Safnahús Skagfirðinga út smárit, er bar heitið
Skín við sólu og undirtitill: Tónlist í Skagafirði í 1000 ár. Ritling-
ur þessi er býsna fjölbreyttur að efni. Þar eru t.d. nafngreindir
nokkrir þeir kórar er nú starfa í héraðinu, og einnig getið um
aðra kóra er störfuðu skamman tíma. I fáeinum línum er greint
frá stofnun karlakórsins Feykis er starfaði í Blönduhlíð um skeið,
getið um starfstíma kórsins og söngstjóra. Því miður eru nokkrir
hnökrar á þeirri frásögn.
Skýrt er frá stofnun Félags áhugafólks um tónlistarmál í Skaga-
firði og hverjir hafi verið í forsvari fyrir stofnun félagsins. Ekki er
getið um aðdraganda að stofnun þessa félags og veldur trúlega
ókunnugleiki heimildarmanna. Ég var félagi í karlakórnum Feyki
þau ár er hann starfaði. Ég taldi mig hafa fest á blað, nokkuð
reglulega, ýmislegt er snerti árlegt starf kórsins. Ég fór því að
leita í fórum mínum, fletti bæði minnisblöðum og gömlum dag-
bókum og varð raunar meira ágengt en mig hefði órað fyrir.
Gamlar dagbækur og blöð glatast með tímanum. Ég taldi því rétt,
að taka saman þá punkta, er ég hafði, og koma fyrir á einum stað.
KarlakórinN Feykir hóf starf um miðjan febrúarmánuð 1961.
Mun það hafa ráðið nokkru um stofnun þessa félagsskapar, að
hafin var stækkun og endurbygging samkomuhússins á Stóru-
Okrum, og þótti við hæfi, að við vígslu hússins syngi karlakór
Blöndhlíðinga. Þann 15. febrúar 1961 komu 15 menn saman
til fundar að Frostastöðum. Flestir þeirra höfðu sungið í karla-
kórnum Fleimi í lengri eða skemmri tíma, nokkrir störfuðu
ennþá með Heimi. Á þeim fundi var ákveðið að stofna karlakór
í Blönduhlíð og skyldu æfingar hefjast sem fyrst. Mun aðal-
190