Skagfirðingabók - 01.01.2004, Qupperneq 193
KARLAKÓRINN FEYKIR
hvatamaður að hugmynd um stofnun karlakórs, hafa verið
Arni Jónsson á Víðimel. Rætt hafði verið við Arna um að taka
að sér stjórn kórsins, og gekk það eftir. Akveðið var að söngæf-
ingar yrðu á Mið-Grund, að minnsta kosti þar til hægt yrði að
æfa í endurgerðu samkomuhúsi að Stóru-Ökrum. Fyrsta æfing
var á Mið-Grund 21. febrúar, en þá var mönnum skipað í radd-
ir. Æft var af kappi allar götur fram í september. A Mið-Grund
urðu alls 14 samæfingar. Kórmenn komu þrisvar sinnum sam-
an til æfinga á Frostastöðum, en 28. júní var fyrst æft á Stóru-
Ökrum, og þar vom samæfingar úr því. Þar urðu 11 samæfingar,
þannig að samæfingar þetta fyrsta starfsár urðu 28 talsins.
Samkomuhúsið að Stóru-Ökrum var vígt 11. september 1961.
Segja má að þá hafi Feykir þreytt sína frumraun. Sungin vom all-
mörg lög við ágætar undirtektir áheyrenda. Næstu starfsár vom
flest ekkert ósvipuð hvert öðru, og samæfingar nær allar á
Stóm-Ökrum eða Héðinsmimi, en það nafn hlaut félagsheimilið.
Æft var af fullum krafti næsta starfsár, 1961—62. Samæfingar
voru alls 43. Haldin vom þrjú spilakvöld, 20. janúar, 3- febrú-
ar og 25. mars. Á þessum spilakvöldum voru oftast sungin örfá
lög og dansað eftir spilamennsku. Sungið var fimm sinnum
opinberlega, 19. nóvember var samsöngur og ball í Héðins-
minni, 1. desember var sungið á skemmtun á Sauðárkróki, 12.
maí var söngskemmtun og dansleikur f Húnaveri, 19- maí var
sú skemmtun endurtekin á Sauðárkróki og loks var sungið 17.
júní 1962 á Sauðárkróki. Þess skal getið, að á söngskemmtun-
inni í Húnaveri 12. maí komu fram á vegum kórsins þrjár
stúlkur og skemmtu með söng sínum, þær Edda Skagfield,
Þorbjörg Þorbjarnardóttir og María Blöndal. Þann 17. apríl
söng Feykir eitt lag, Skagafjörðinn, við útför sr. Lárusar Arn-
órssonar á Miklabæ.
Starfsárið 1962—63 voru 33 samæfingar. Haldin voru tvö
spilakvöld, 12. janúar og 2. febrúar. Hinn 19- janúar var kaffi-
kvöld í Héðinsminni, ágæt samkoma. Dagana 6. og 7. apríl
voru söngskemmtanir á Sauðárkróki, 6. apríl var sungið í Al-
191